Homer Alaska meira Bandaríkin,
Flag of United States


HOMER
ALASKA MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Íbúarnir.  Homer er ekki byggð innfæddum.  Aðalatvinnuvegurinn er fiskveiðar og fiskiðnaður og borgin er oft kölluð „Stórlúðuhöfuðborg heimsins”.  Listalífið er fjörugt og allstór hópur listamanna býr þar.  Veðreiðar eru stundaðar frá 1. maí til fyrsta mánudags í september (Labour Day).

Efnahagsmál.  Homer er aðallega byggð á fiskveiðu, fiskverkun, verzlun og árstíðabundinni ferðaþjónustu.  Nokkur skemmtiferðaskip koma þar við á hverju sumri og námsmenn flykkjast þangað í atvinnuleit í fiskiðnaðnum.  Laxveiðar og sjóstangaveiði (stórlúða) gefa talsverðar tekjur í aðra hönd. 

Veiðikvótahafa í borginni eru alls vel á sjötta hundrað og löndunaraðstaða góð í höfninni (frystigeymslur, ísframleiðsla og lofttæming umbúða fiskafurða.  Sögunarmylla vinnur úr timbri borgarlandsins og mikið er selt af tréspæni til Japans.


Samgöngur.  Sterlinghraðbrautin tengir Homer við Anchorage, Fairbanks, Kanada og önnur ríki BNA.  Oft er talað um Homer sem „leiðarenda” vegna legu sinnar við enda þessarar hraðbrautar.  Ríkið á og rekur Homerflugvöllinn og aðstöðu fyrir sjóflugvélar á staðnum og á Belugavatni.  Nokkur flugfélög reka áætlunarflug til ýmissa staða, leiguflug og þyrluþjónustu. Í næsta nágrenni borgarinnar eru nokkrir einkaflugvellir.  Alaska sjóhraðbrautin og ferjur sjá um samgöngur á sjó og vötnum.  Hafskipabryggjan tekur við fraktskipum fyrir inn- og útflutning og bátahöfnin getur tekið við 750 bátum.

Loftslagið er úthafsloftslag.  Vetrarhiti er að meðaltali undir frostmarki og sumarhiti er aðeins lægri en hér heima.  Meðalársúrkoma er 6000 mm, eða svipuð og á Vatnajökli.

Rúmlega 90% heimila eru með pípulagnir fyrir hitaveitu.  Neyzluvatnið kemur úr uppistöðulóni í Bridgeánni.  Það er klórblandað og geymt í tanki og leitt til langflestra heimila í borginni. Þeir, sem eru ekki tengdir, eru flestir með eigin brunna.  Klóakið er leitt í hreinsunarstöð og einkaaðilar sjá um sorphirðu.  Sorpið er notað í landfyllingar og margir eru með eigin rotþrær.  Raforkan kemur frá orkuveri við Bradleyvatn.  Það er að hluta í eigu Alaska Electric Generation & Transmission Cooperative, sem rekur gasorkuver í Soldotna.  Það kaupir líka raforku frá Cugach Electric.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM