Fylkið
var nefnt eftir lávarðinum De La Warre (1577-1618).
Það er oft kallað Fyrsta fylkið eða Demantafylkið.
Flatarmál þess er 5.325 km² og það er næstminnst BNA.
Íbúafjöldinn 1997 var nálægt 600.000 (16% negrar).
Höfuðborgin er Dover og aðrar borgir eru m.a. Wilmington og Newark, sem eru báðar
stærri en höfuðborgin.
Delaware varð fyrsta fylki BNA 1787.
Iðanaður:
Efnaiðnaður, matvæli, leður, málmvörur,
vélar og vefnaður.
Landbúnaður:
Grænmeti, ávextir og hænsnarækt.
Jarðefni:
Möl og ýmsar steintegundir.
Ferðaþjónustu vex stöðugt fiskur um hrygg.
Góðar sandstrendur við Atlantshafið, s.s. Rehoboth Beach og Bethany
Beach. |