Wilmington Delaware Bandaríkin,
Flag of United States


WILMINGTON
DELAWARE

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Wilmington er stærsta borgin í Delaware.  Hún er kunn fyrir efnaiðnað og höfuðstöðvar E.I. du Pont de Nemours & Company síðan stofnandi þessa fyrirtækis byggði púðurverksmiðju við Brandywine-gilið árið 1802.  Aðrar framleiðsluvörur borgarinnar eru m.a. samgöngutæki, vefnaðarvörur og unnin matvæli.  Goldey-Beacorn-háskólinn (1886).  Listasöfn, sögusöfn og tæknisöfn.  Old Swedes þrenningarkirkjan hefur verið í notkun síðan 1698 og gamla ráðhúsið síðan 1798.  Christianhamn var höfuðstaður Nýju-Svíþjóðar, sem sænskir landnemar stofnuðu árið 1638, til 1643 og aftur árið 1654.  Þar stóð virkið Christina.  Hollendingar yfirtóku byggðina árið 1655 og síðan komu Englendingar 1665.  William Penn náði yfirráðum yfir svæðinu árið 1682 og kvekarar (Society of Friends) komu sér þarna fyrir árið 1731.  Þá var byggðin kölluð Willingtown eftir Spencer Compton, jarlinum af Willinton.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM