Dover Delaware Bandaríkin,
Flag of United States


DOVER
DELAWARE

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Dover, höfuðborg Delaware, er markaðsmiðstöð landbúnaðarsvæðanna umhverfis hana.  Þar er selt mikið magn af ávöxtum og grænmeti auk unninna matvæla, pappírsvöru, málningu og fatnaði.  State House er setur fylkisstjórnarinnar (1777).  Í skjalasafni þess er fjöldi gamalla skjala til sýnis, m.a. afsal James, hertoga af York, síðar James II konungs, til William Penn fyrir Delaware.  Í Dover er Delaware-ríkisháskólinn (1891) og Wesley-háskólinn (1873).  Svíar settust að á núverandi borgarstæði árið 1631, þar sem Palaeo- og Delaware-indíánar bjuggu.  William Penn lét gera teikningar að dómshúsi og fangelsi í borginni árið 1717 og nefndi hana Dover eftir samnefndri borg í Englandi.  Árið 1777 tók Dover við höfuðborgarhlutverkinu af  New Castle.  Áætlaður íbúafjöldi Dover árið 1990 var tæplega 28 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM