Dover, höfuðborg
Delaware, er markaðsmiðstöð landbúnaðarsvæðanna umhverfis hana.
Þar er selt mikið magn af ávöxtum og grænmeti auk unninna
matvæla, pappírsvöru, málningu og fatnaði.
State House er setur fylkisstjórnarinnar (1777).
Í skjalasafni þess er fjöldi gamalla skjala til sýnis, m.a.
afsal James, hertoga af York, síðar James II konungs, til William Penn
fyrir Delaware. Í Dover er
Delaware-ríkisháskólinn (1891) og Wesley-háskólinn (1873).
Svíar settust að á núverandi borgarstæði árið 1631, þar
sem Palaeo- og Delaware-indíánar bjuggu.
William Penn lét gera teikningar að dómshúsi og fangelsi í
borginni árið 1717 og nefndi hana Dover eftir samnefndri borg í
Englandi. Árið 1777 tók
Dover við höfuðborgarhlutverkinu af
New Castle. Áætlaður
íbúafjöldi Dover árið 1990 var tæplega 28 þúsund. |