Delawarefljótið er meðal stærstu vatnsfalla í austanverðum
BNA. Fyrstu uppsprettur hennar eru í vesturhlíðum Catskill-fjalla
í austanverðu New York-fylki. Þar er hún í tveimur kvíslum
og hin vestari er vatnsmeiri. Hún stefnir til Deposit og
New York-borgar í suðvestri og sveigir siðan til suðausturs,
þar sem hún rennur á landamærum Pennsylvaníu, New York-fylkja
og New Jersey. Austurkvíslin hefur sömu stefnu og hin
vestari á leiðinni til Deposit og ármótin eru við Hancodk í
New York. Þaðan er stefnan suðaustlæg þar til hún verður
suðlægari áður en fljótið hverfur í Delawareflóa.
Helztu þverár fljótsins eru Neversink, Calicoon og Mongaup í
New York-fylki, Lehigh, Schuylkill og Lackawaxen í
Pennsylvaníu og Maurice og Musconetcong í New Jersey.
Vesturkvíslin er u.þ.b. 145 km löng og hin vestari u.þ.b.
121 km að ármótunum. Lengd fljótsins eftir það er 451 km að
Delawareflóa. Vatnasvið fljótsins er u.þ.b. 31.100
ferkílómetrar.
Fljótið er nýtt til raforkuframleiðslu og er einnig mikilvæg
vatnaleið til Fíladelfíu og þaðan með smærri skipum til New
Brunswick, New Jersey um Raritanána. Skipaskurðurinn hefur
víða verið fylltur á ný, s.s. við Manville og New
Brunswick. Chesapeake og Delaware skurðurinn tengist
Delawarefljótinu neðan Wilmington og Delawarefljótið við
Delawareflóa og er fær hafskipum.
Að kvöldi hins 25. desember 1776 leiddi George Washington
hersveitir sínar yfir Delawarefljótið. Daginn eftir sigruðu
þær þýzka málaliða (frá Hessen), sem börðust með Bretum í
orrustunni við Trenton. |