Delaware er stjórnað í anda stjórnarskrárinnar frá 1897.
Það er eina fylkið í BNA, sem krefst ekki almennra kosninga
til breytinga á stjórnarskránni.
Æðsti embættismaðurinn er fylkisstjórinn, sem er kosinn í
almennum kosningum til fjögurra ára ísenn og leyfist ekki að
þjóna nema tvö kjörtímabil, hljóti hann endurkosningu.
Varafylkisstjórinn er ekki bundinn við tveggja
kjörtímabilaregluna. Aðrir kosnir embættismenn eru
ríkissaksóknari, frjármálaráðherra, ríkisendurskoðandi og
tryggingamálaráðherra.
Löggjafarþingið starfar í tveimur deildum, öldungadeild (21)
og fulltrúadeild (41). Þingmenn beggja deilda eru kjörnir
til tveggja ára í senn.
Delaware á tvo fulltrúa í öldungadeild sambandsþingsins og
þrjá kjörmenn í forsetakosningum.
Demókratar voru öflugastir frá lokum borgara/þrælastríðsins
en lýðveldissinnar mestan hluta fyrsta þriðjungs 20. aldar.
Síðan 1925 hafa flokkarnir tveir verið nokkuð jafnir og
skipzt á í kosningum heimafyrir og til sambandsþingsins.
|