Los Angeles Kalifornía Bandaríkin,
Flag of United States

HOLLYWOOD     Losangeles.com

LOS ANGELES
KALIFORNÍA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Los Angeles í Kaliforníu er í 87 m hæð yfir sjó.  Íbúar u.þ.b. 3 milljónir, 7 milljónir með útborgum (18% negrar).  Heildarflötur borgarinnar er 1.202 km².  Höfuðborg kvikmyndaiðnaðar í heiminum.  Los Angeles er iðnaðar-, verzlunar- og hafnarborg og 3. stærst í BNA.  Margt um Mexíkana, kínverja, gyðinga o.fl. kynþætti.  Miðborgin er 22,5 km frá sjó.  Síðan 1957 er bannað að reisa hærri hús en 46 m vegna jarðskjálftahættu.  Hæsti skýjakljúfurinn er 262 m hár.  Mikið af olíuturnum og olíuhreinsunarstöðvum.  Flugvélaverksmiðjur Lockheed og Douglas.  Mesta vegalengd milli borgarhluta er 100 km (hraðbrautir).  Mjög hæg umferð á mesta annatíma.  Vatnsleiðslur frá Sierra Nevada fjöllunum eru allt að 375 km langar.  Rafmagn kemur frá Hooverorkuverinu (gríðarlega stór stífla), 428 km leið.  Mörg leikhús og háskólar (Caltech).  Þægilegt loftslag.

Árið 1542 lenti landkönnuðurinn Juan R. Cabrillo á strönd LA.  Árið 1769 kom spænskur leiðangur þangað.  Prestur að nafni Crespi skírði staðinn El Pueblo del Rio de Nuestra Señora la Reina de Los Angeles de Prociuncula.  Árið 1781 var stofnuð spænsk trúboðsstöð (Junipero Serra, munkur, og Felipe de Neve, landstjóri í Kaliforníu).  Árið 1822 sameinaðist Kalifornía Mexíkó, sem þá hafði öðlast sjálfstæði frá Spáni.  Á næstu árum komu fyrstu amerísku veiðimennirnir og landnemarnir til Kaliforníu.  Í stríðinu við Mexíkó 1846 náðu Ameríkanar Kaliforníu undir sig og ríkið var stofnað 1850 og gekk í ríkjasambandið .  Árið 1842 fannst gull i Placerita Canyon, en gullæðið greip ekki um sig fyrr en 1848.  Framfarir urðu stórstígar við lagningu Kyrrahafs- og Santa Fé járnbrautanna 1876 og 1885.

Þegar fór að draga úr gullæðinu, var farið að rækta appelsínur og aðra ávexti.  Nautgriparækt (einkum mjólkurframleiðsla) varð líka mikilvæg auk eggja og grænmetis.  Árið 1870 var flutt inn steinalaus appelsínutegund frá Brasilíu.  Árið 1892 fannst jarðolía.  Hafnirnar í San Pedro og Long Beach vor byggðar til olíuútflutnings (1899-1914).  Árið 1908 var fyrsta kvikmyndin gerð í Kaliforníu.  Þurrt loftslagið er mjög vel fallið til kvikmyndagerðar.  Nú ér megináherzlan lögð á sjónvarpskvikmyndir.

Los Angeles byggðist mest á landbúnaði en er nú mesta iðnaðarborg Vestur-BNA.  Frá síðari heimsstyrjöldinni hefur LA verið í fararbroddi í BNA í flugvélaiðnaði.  Fólksfjölgun er ör:  1850 = 1.600; 1890 = 50.000; 1900 = 102.000; 1920 = 320.000; 1950 = 2 millj.; 1960 = 2,5 millj.; 1980 = 3 millj.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM