Kalifornía er 411.013 km².
Fjölmennasta ríkið með rúmlega 30 milljónir íbúa 1997 (8% negrar).
Nafnið er komið úr frásögn
(1542) spænska rithöfundarins (1510) Garcia Ordónez de Montalvo, „The
Exploits of Esplandián”, þar sem lýst er ævintýraeyjunni Kalíforníu.
Sagnfræðing-urinn Edward Everett Hale komst að þessari niðurstöðu,
þegar hann var að leita að rótum þess. Nafnið „Gullna ríkið”
er dregið af gula valmúanum og gullinu, sem fannst í Kalíforníu.
Valmúinn á myndinni er fylkisblómið.
Mount Whitney, 4.418 m, er hæst fjalla BNA utan Alaska.
Death Valley liggur lægst 86 m undir sjávarmáli.
Höfuðborgin er Sacramento (380þ).
Aðrar stórar borgir eru: Los
Angeles (3,6 millj.), San Diego (1,2 millj.), San Francisco (750þ), San
José (800þ), Long Beach (450þ), Oakland (400þ).
Kalifornía gekk í ríkjasambandið 1850 sem 31. ríkið.
Það er hægt að finna
flestar gerðir loftslags, landslags, gróðurs og dýralífs, sem ríkir
annars staðar í BNA í Kalíforníu, „Gullna ríkinu”.
Þetta þriðja stærsta ríki BNA er 1.351 km langt meðfram
Kyrrahafsströndinni, sem er bæði klettótt og sendin á víxl.
Inn til landsins, handan skógivaxinna strandfjallanna, eru grænir
dalir og þurrar eyðimerkur. Meðfram
austurlandamærunum gnæfa Snjófjöllin (Sierra Nevada) hátt yfir skógarlínu.
Milli fjallanna eru fögur skógasvæði, þar sem hæstu og elztu
tré jarðar gróa. Undir
yfirborðinu eru víða verðmætir málmar.
Frumbyggjarnir settust að til að leita að góðmálmum, sem uppgötvuðust
um miðja nítjándu öld. Fleiri
auðlindir, s.s. olía og timbur auk frjósams ræktarlands er þar líka
að finna.
.
|