Sequoia þjóðgarðurinn er
í Snjófjöllum (Sierra Nevada) í miðju Kaliforníufylki, stofnaður
1890. Þar vaxa risafurur.
Ein hinna mikilfenglegustu er kölluð Tré Shermans hershöfðingja,
líklega stærsta tré heims, 84 m hátt og mest 11 m í þvermál.
Mörg önnur gömul tré sömu tegundar vaxa í garðinum og þar
er hæsti tindur BNA utan Alaska, Mount Whitney (4417m).
Meðal annarra stórkostlegra náttúrufyrirbæra er Kern-gljúfrið
og Kristalhellir (marmari). Stór
hluti garðsins, einkum hin hærri svæði, er víðerni, þar sem fjöldi
villtra dýra hefst við. Heildarflatarmál þjóðgarðsins er 1629 km². |