San
Francisco í Kaliforníu er í
0-282 m hæð yfir sjó. Íbúafjöldinn
er u.þ.b. 750.000 (13% negrar, 21% Ítalar, 10% kínverjar, 4% Þjóðverjar,
3% Englendingar og Írar, 2% Japanar, 1% gyðingar og fjöldi Mexíkana).
Með útborgum er íbúafjöldinn a.m.k. 3 milljónir.
San
Francisco er þriðja stærsta borg Kaliforníu og stærsta hafnarborg
á vesturströnd BNA og Norður-Ameríku (Asíuviðskipti). Borgin er á 37°47'N líkt og Palermo á Ítalíu.
Borgin er á 48 km löngum skaga (10 km breiðum) við Kyrrahaf
og San Francisco-flóa. Þarna
er einhver bezta náttúruhöfn heims. Gullna hliðið er u.þ.b. 1,5 km breitt og dýpst 116 m.
Milt sjávarloftslag og mikið sólskin.
Sjávarböð eru ekki með öllu hættulaus vegna sterkra norðanstrauma,
sem flytja kaldan sjó suður á bóginn.
Meðallofthiti er 7°C-24°C.
Úrkoma er lítil, einkum á veturna.
Snjór á láglendi er hér um bil óþekkt fyrirbæri.
Þokusamt er á sumrin með ströndum fram.
Síðdegis ríkir svöl hafgola.
San
Francisco stendur á San Andreas-hluta sprungukerfis , sem nær
umhverfis Kyrrahafið (síðasti stórskjálfti 1906; margir smáskjálftar
á hverjum degi).
Borgin er einn vinsælasti ferðamannastaður
BNA vegna legu sinnar í fögru og hæðóttu landslagi og sögu sinnar.
Iðnaður:
Matvæli, rafeindaiðn., véla- og skipasmíði, efnaiðn., prentun og
olíuhreinsun.
Frá 1821-1847 hét San Francisco „Yerba
Buena”
Það
er margt, sem laðar fólk að San Francisco, m.a. *lega borgarinnar,
heimsborgarblær hennar og hve mjög hún minnir á liðna tíð
(kapalbrautirnar). Borgin
státar ekki af gömlum eða nýjum, athyglisverðum byggingum, þannig
að niðurstaðan verður framanritað.
San Francisco er einhver vinsælasta borg ferðamanna í heiminum
og státar af flestum ferðamönnum allra borga í BNA.
Háhýsi eins og pýramídi „Trans America” byggingarinnar eða
skýjakljúfur Ameríkubanka, stærsta banka BNA, ljá borginni nýjan
og óvenjulegan blæ. Í
borginni eru þrír stórir háskólar, Katólski háskólinn (1855;
7.000 stúdentar), Ríkisháskólinn í Berkley (30.000 stúdentar) og
Stanfordháskólinn í Palo Alto (12.000 stúdentar). Þeir gera borgina
að mikilvægri miðstöð menntunar og rannsókna á ýmsum sviðum. |