Civic Center
er stjórnsýslumiðstöð borgar- og ríkisstjórnar Kalíforníu
og alríkisstjórnar-innar í suðvesturhluta borgarinnar.
Þar eru m.a. bygginga við ferhyrnda torgið Civic Center Plaza,
Brooks Hall (bókasafn), gamla alríkisbyggingin, hljómlistarhöll og
City Hall, stórt og mikið ráðhús með svipuðum kúpli og þinghúsið
í Washington. Bak við það
er State Building, landnemasafn (opið mán.-fös. 10:00-16:00; lokað
í júlí). Þar er lík að
finna málverk kalífornískra málara.
Bak við það er hin nýja, 20 hæða bygging alríkisstjórnarinnar
(95 m há). Vestar, gegnt ráðhúsinu,
er bygging til minningar um hermenn („Veterans Memorial Building”),
þar sem Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar 26. júní 1946. Á 3.
og 4. hæðum er nútímalistasafn (opið þri. og miðv. 10:00-18:00 og
fimmtud. 10:00-22:00) með skiptisýningum.
Lítið eitt sunnar er óperuhús borgarinnar („War Memorial
Opera House”; 3.300 sæti). Þar
funduðu fulltrúar 50 þjóða frá apríl til júní 1995 um stofnun
Sameinuðu þjóðanna.
Suður frá stjórnsýslumiðstöðinni liggur
„Market Street”
(aðalgata borgarinnar), þaðan sem öll
húsnúmer annarra gatna hefjast.
George R. Moscone ráðstefnumiðstöðin
(1981) er suðaustan „Yerba Buena„ garðanna.
Þar er stór sýningarhöll, hátíðarsalur, ráðstefnuaðstaða
o.fl.
*Transamerica pýramídinn
(260 m hár) er bygging samnefnds fjármála- og
tryggingarfyrir-tækis. Þessi
byggingarstíll er talinn vera mun öruggari en hin hefðbundnu
ferhyrndu háhýsi á þessu jarðskjálftasvæði.
Átján lyftur flytja fólk upp og niður bygginguna.
Jackson torgið.
Þar er stór verzlun sem selur alls konar innréttingar- og
listvörur í endurbyggðu húsi frá 1900.
Þar eru sýningarsalir og veitingahús við torg, sem er lýst
með gaslömpum.
Ferjuhúsið
(1903) er við enda „Market Street”.
Það var reist áður en allar brýrnar voru byggðar og ferjur
önnuðust flutningana. Turninn
(71 m hár) er byggður með Giralda-klukkuturn dómkirkjunnar í
Sevilla að fyrirmynd. Húsið
hýsir nú skrifstofur hafnarstjórnar og námusafn Kalíforníu
(athyglisvert steinasafn; opið mán.-fös. 08:00-16:30).
Í norðurendanum er heimsverzlunar-miðstöðin („World Trade
Center”) með sýningu ýmissar framleiðslu alls staðar að úr
heiminum (opið mán.-fös. 09:00-15:00; aðgangur ókeypis).
*Kínahverfið
er stærsta byggð kínverja utan Asíu (70.000).
Það byrjaði að byggjast um miðja síðustu öld, þegar fjöldi
kínverja fluttist til BNA til járnbrautalagningar.
Hverfið hrundi að mestu í jarðskjálftunum árið 1906 og var
byggt upp í kínverskum stíl. Það
er eitt að aðalskoðunar-stöðum San Francisco.
Þar eru hof, leikhús, verkstæði, litlar verzlanir, forngripa-
og minjagripa-verzlanir, apótek með ýmsum kynlegum lyfjum og tehús.
Það er ógleymanlegt að fara í leikhús þar og kynnast
austurlenzkum verkum, sjá hinar einföldu sviðsmyndir og skrautlega búninga
leikaranna og heyra hina seiðandi tónlist.
Fyrrum tók oft marga daga og jafnvel mánuði að sýna
leikritin og karlmenn léku einnig hlutverk kvenna.
Buddha's Universal Church
er við Portsmouth-torg norðanvert.
Þetta búddahof var byggt á árunum 1953-1960.
Það er hið stærsta sinnar tegundar í BNA.
Í hinum fagra garði þess er lótustjörn.
Nob Hill
(103 m.y.s.), hæsta hæð í innborginni, er vestan Kínahverfisins.
Þar bjuggu í lok 19. aldar fjölskyldur, sem höfðu komizt í
álnir vegna gullfunda eða járnbrautalagningarinnar (nob = tign).
Cable Car Barn
(dráttarbrautahlaðan; 1887) er við „Mason Street”.
Þar eru dráttarvélar dráttarbrautanna.
Andrew S. Hallidie, fæddur í London, var upphafsmaður að
byggingu þeirra. Honum blöskraði, hve erfitt var að flytja alls konar
varning og fólk upp hinar bröttu hæðir borgarinnar.
Undir sporum vagnanna, sem eru vélarlausir, eru 3,5 sm þykkir
stálkaplar á stöðugri hreyfingu og vagnarnir tengjast þeim og
aftengjast til að komast áfram og stanza.
Hallinn í bröttustu brekkunum er allt að 21%.
Í hverjum vagni eru fjórfaldur bremsubúnaður til að tryggja
fullt öryggi, þegar vagnarnir stanza í brekkunum.
Hámarkshraði vagnanna er 15 km á klst.
Við báða enda vagnaleiðanna eru hringlaga pallar, þar sem vögnunum
er snúið við með aðstoð farþeganna.
Fyrsta vagnaleiðin var opnuð árið 1873.
Árið 1880 voru leiðirnar orðnar átta og heildarvegalengd þeirra
180 km. Nú eru aðeins þrjár
leiðir í gangi (nr. 59, 60 og 61; 17 km alls).
Þær og vagnarnir urðu þjóðarminnismerki árið 1964.
Skemmtilegasta leiðin fyrir gesti borgarinnar er nr. 60 frá
horni „Market Street” og „Powell Street” til endastöðvar við
„Cannery” (Viktoríutorgi).
Gestahús dráttarbrautahlöðunnar
er opið kl. 10:00-18:00 (ókeypis aðgangur).
Þar er hægt að skoða m.a. fyrsta vagninn, bremsubúnaðinn,
griparmana, gasluktir, gamlar ljósmyndir og vindurnar, sem knýja stálkaplana.
Dráttarbrautirnar voru lokaðar milli 1982 og 1984 vegna
endurbyggingar.
Rússahæð
(„Russian Hill”; 90 m.y.s.) er norðvestan „Nob Hill”.
Hún er gott íbúðarhverfi með skrúð- og skemmtigörðum, útsýnispöllum
og tveimum mjög bröttum götum, sem eru reyndar ekki nema 160 m langar
(„Filbert Street” milli „Hyde Street” og „Leavenworth
Street” og litlu norðar „*Lombard Street” með 40% halla á milli
grænna garða og 10 miklum beygjum á leiðinni.
Símskeytahæð
(„Telegraph Hill”; 90 m.y.s.) er norðan „North
Beach”hverfisins. Hún líkist
„Montmartre” í París að því leyti, að margir listamenn hafa þar
aðstöðu og þar eru og mörg falleg einbýlishús ríkra borgarbúa. Efst á hæðinni er hinn 64 m hái „Coit Memorial”turn
(lyfta), sem var byggður til minningar um slökkvilið sjálfboðaliða
árið 1934. Þessi turn
minnir á slöngustút og þaðan er góð útsýni yfir borgina.
Alcatraz eyja
(41 m.y.s.; 5 ha; 2 km frá landi).
Fyrsti Spánverjinn, Ayala, sem kom til þessa landsvæðis, skýrði
eyjuna „Isla de los Alcatraces”, Pelíkanaeyja.
Vitinn á eyjunni er 65 m hár.
Eyjar hefur verið víggirt frá árinu 1885 og varð smám saman
að herfangelsi. Frá 1934
til 1963 var þar fangelsi fyrir stórafbrotamenn (Al Capone).
Sagt er að engum hafi tekizt að komast þaðan lifandi á flótta.
Árið 1969 hernámu indíánar eyjuna um stundarsakir og
fullyrtu að hún væri þeirra land og tilheyrði þeim.
Reglulegar bátsferðir út í eyjuna hefjast frá bryggju 41 á
„Fisherman's Warf” frá kl. 09:00-16:30.
Þar taka við leiðsögumenn, sem segja frá og leiðbeina
gestum um eyjuna í 1½ tíma. Bezt
er að láta vita af hópum fyrirfram.
*Fisherman's Warf
er heimur út af fyrir sig, sem enginn má láta fram hjá sér
fara í heimsókn til San Francisco.
Þetta er falleg höfn með u.þ.b. 200 litlum fiskibátum, sem fólk
af suður-ítölskum stofni (m.a. frá Napólí) á að mestu. Fyrrum voru þar tvímastraðar, genóskar skútur og kínverskir
junkar. Smám saman hafa
alls konar verzlanir og veitingahús af mismunandi þjóðernum fest þar
rætur. Margir sjómenn bjóða
báta sína til skemmri og lengri veiðiferða með ferðamenn og selja
síðan veitingahúsunum í nágrenninu aflann (einkum rækjur og
krabba).
Við
suðvesturjaðar FW er
„Cannery”, hverfi með niðursuðuverksmiðjum
fyrir ávexti (m.a. Del Monte). Þar
er nú einna helzt að finna alls konar sér-, tízku-, matvæla- og
listmunaverzlanir, útihljómleikasvið, veitinga- og kaffihús, flóamarkað,
vínsafn og ýmiss konar afþreyingu.
Vatnsgarðurinn
(„Aquatic Park”). Í
austurhluta hans er „Maritime State Historic Park”, þar sem eru mörg
endurbyggð skip, sem minna á hlutdeild seglskipa á fyrri tíð
(C.A.Thayer, þriggja mastra frá 1895; gufuhjólaskipið Eureka frá
1890; gufuskipið Wapama frá 1915 og ferjan Alma frá 1891).
Í suðurhluta garðsins er sjóminjasafnið, þar sem var fyrrum
skrautlegt spilavíti. Gegnt
því er „*Ghirardelli-torg” með nokkrum tígulsteinshúsum, súkkulaðiverksmiðju
Ítalans Domenico Ghirardelli, sem er verzlunarmiðstöð og miðstöð
lista, afþreyingar og veitingastaða.
Þar er klukku-turn, sem byggður var með Blois-kastalann við
Loirefljótið í Frakklandi að fyrirmynd, og fallegir gosbrunnar, sem
voru byggðir síðar, í görðum.
*Golden Gate Park.
Skozki garðyrkjumaðurinn og landslagsarkitektinn John Mc Laren
hannaði og gerði þennan skemmti-, skrúð- og grasagarð árið 1887.
Hann er hinn stærsti sinnar gerðar í borginni og einhver
fegursti garður Bandaríkjanna. Þar
eru rúmlega 5.000 tegundir plantna, s.s.Euykalyptus, akasíur, furur og
eikur. Á afgirtum svæðum
í garðinum eru margar tegundir hjartardýra og vísundar.
Þar eru einnig fjölmörg lítil vötn, leik- og íþróttavellir.
Presidio
nær yfir stórt landsvæði, allt að Kyrrahafinu (600 ha).
Á þessum norðurodda borgarinnar byggðu Spánverjar fyrsta
virkið á þessum slóðum árið 1776.
Svæðið er enn þá notað í hernaðarlegum tilgangi sem aðalstöðvar
6. herdeildar Bandaríkjahers. Mestur
hluti svæðisins er garður, sem er opinn almenningi.
Þar er aðeins ein bygging eftir frá tímum Spánverjanna, Liðs-foringjaklúbburinn,
frá 1776. Þar er einnig
þjóðargrafreitur hersins, þar sem eru grafnir u.þ.b. 15.000
hermenn, sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni.
Golden Gate-brúin
er vafalaust meðal fegurstu brúa í heimi og örugglega enn þá
lengsta hengibrú heims. Hún
var byggð á árunum 1933-1937 (J.B.Strauss).
Það var ekki létt verk. Mestum
erfiðleikum ollu sjávarfallastraumarnir í fjarðarmynninu.
Heildarlengd brúarinnar er 2,7 km, breiddin er 27,5 m, hæsti
punktur brúargólfs er 67 m.y.s. og súlurnar eru 227 m háar. Viku hverja, allt árið, nota 25 málarar 2 tonn af málningu
(International orange) í stöðugri viðhaldsvinnu sinni.
U.þ.b. 100.000 farartæki aka um brúna daglega.
Útsýni er mikil og fögur af henni og bezt er að ganga út á
hana í stað þess að aka um hana í bíl, vilji maður njóta þess,
því að umferðin er allhröð um brúna.
Brúartollur er innheimtur af fólki, sem kemur akandi úr norðri
inn í borgina. Meðfram brúnni
utanverðri, báðum megin, eru strengd net til að fyrirbyggja að fólk
noti hana til sjálfsmorða. Hingað
til hafa rúmlega 600 manns reynt að fyrirfara sér með því að stökkva
fram af. Verkfræðingurinn
J.B.Strauss frá Cincinnati (minnismerki við suðursporðinn) byggði rúmlega
400 stórar stálbrýr víðsvegar um heiminn, m.a. eina í Leningrad.
Oaklandflóabrúin
var byggð á árunum 1934-1935.
Hún er ein lengsta stálbrú heims 13,5 km löng og tveggja hæða
með fimm akreinum á hvorri hæð. Á neðri hæðinni er akstursstefnan til austurs en til
vesturs á hinni efri, þar sem þarf að greiða brúartoll.
Þar sem brúin liggur yfir San Franciscoflóann er hann 7 km
breiður. Miðsvæðis
undir brúnni er „Yerba Buenaeyjan”, gerð af manna höndum fyrir
„Golden Gate heimssýninguna 1894-95.
Lítið sést af brúnni vegna hárra handriða og ganga á henni
miðri.
Frá San Francisco um Sausalito til
Tamalpais-fjalls (32 km)
Ekið
er yfir Golden Gate-brúna og Marinhöfða.
Gott er að stanza við hægra megin við norðursporð brúarinnar
til að njóta útsýnisins, eða frá Bakervirkinu, sem er aðeins 800
m lengra til vesturs og þaðan er útsýnin betri.
Síðan er stefnan tekin inn í land á vegi U.S. 101 („Redwood
Highway”). Að eknum 2,5
km koma löng göng og skömmu síðar
Sausolito
(fyrrum Saucelito; spænska nafnið sauce þýðir víðitré;
16 km frá Civic Center). Sausolito
er falleg hafnarborg og baðstaður við Richardsonvík, sem teygist inn
úr San Francisco-flóanum. Íbúafjöldinn
er u.þ.b. 7.000. Þar búa
margir listamenn (*húsbáta-byggingarstíll).
Við Bridgeway Boulevard nr. 753 er „Nafnlausi barinn”, sem
er vinsæll stefnumótsstaður. Í
Village Fair nr.777 er gamalt vörugeymsluhús, sem hefur verið breytt
í fjölda lítilla verzlana, kaffihúsa og kráa.
Í nyrzta hluta Sausolito, í gömlu lagerhúsi, nr. 2100 við
Bridgeway Boulevard, er módel af San Francisco-flóanum, sem verk-fræðingadeild
Bandaríkjahers gerði. Þarna
er líkt eftir sjávarföllunum og sýnt hlutfall salts sjávar og
ferskvatns, sem rennur til flóans m.a. um farveg Sacramentoárinnar og
sköpun og mótun lands af völdum vatnsfallanna
(leiðsögn; sími: 332-3870).
Frá
Sausolito er ekið til Marina City og eftir Shorline Highway (Cal. 1)
upp í móti. Síðan er
ekið meðfram hluta Tamalpais-þjóðgarðsins að Stinsonströnd eða
um fallega útsýnisleið (Pano-ramic Highway) þangað.
Rúmum kílómetra þaðan eru vegamót um Shoreline Highway og
Muir Woods Road. Að 2,5 km eknum er komið að hliði *Muir Wood þjóðarminnismerkisins,
sem er 201 ha stórt skógarsvæði með allt að 2.200 ára gömlum, 73
m háum og 6 m þykkum risafurum (Sequoia sempervirens), sem eru eftirsótt
vegna rauðviðarins. Bezt
er að ganga stuttan veg um aðalstíginn, öðrum hvorum megin við Rauðviðargil.
Að skógarheimsókninni lokinni er ekið aftur um Panoramic
Highway til norðurs meðfram austurjaðri Tamalpais-þjóðgarðinum.
Að 8 km eknum koma enn þá ein vegamótin.
Þar er ekið upp í mót og aftur til hægri á Ridgecrest
Boulevard upp á vesturhnjúk Tamalpais-fjalls (784 m.y.s.).
Útsýnið af tindinum yfir strandlengjuna, Snjófjöll (Sierra
Nevada), Santa Cruz-fjöllin, Contra Costa hæð með Hamiltonfjall í
bakgrunni, Diablofjall, San Franciscoflóa og borgina er frábært.
Vegurinn endar 2,5 km lengra til austurs á eystri tindinum (788
m.y.s.).
Frá Sausolito til víndalanna Somona og
Napa (63 eða 82 km)
Enn
þá er ekið um Marina City á þjóðvegi 101 til norðurs fram hjá
einu viki Richardson-fjarðar og um Tiburonhöfða vestanverðan. Að
eknum 16 km er komið til San Rafael, borgar með 45.000 íbúa.
Þar var reist klaustur árið 1817, helgað Rafael erkiengli, og
endurbyggt 1949. Það er
eitt 21 klaustra Franziskusa í Kalíforníu.
Svo er haldið áfram á 101 og eftir 14 km er beygt til hægri
út á veg Cal. 37 og yfir Petalumaána eftir 5 km.
Síðan er beygt til vinstri eftir 7 km í viðbót.
Að eknum 13 km á þeim vegi koma vegamót og þar er ekið til
hægri til Napadals en 6,5 km til vinstri til Somonadals (3m m.y.s.), vínbæjar
með 6.000 íbúum og enn einu Franziskanaklaustrinu (1823-35).
Bæði Somona og Napa eru aðalmiðstöðvar vínræktar í Kalíforníu.
Franziskanamunkar fluttu inn vínviðinn árið 1825 og síðan tóku
þýzkir, franskir, ungverskir og ítalskir vínbændur við
ræktuninni.
Vínekrurnar við norðarverðan fjörðinn eru hinar beztu í
Bandaríkjunum. Vínberin
eru tínd frá september til byrjunar nóvember.
Gott er að heimsækja hina upprunalegu, ítölsku víngerð
„Sebastiani Vineyards & winery (389 4th St. E.; leiðsögn
10:00-17:00) eða Buena Vista Winery (frá 1832; 18000 Old Winery Road)
í norðurhluta bæjarins. Vínkjallararnir
voru byggðir 1857 af ungverska ofurstanum Agoston Haraszthy.
Þrettán km norðvestan Sonoma, við Glen Ellen, er búgarður
rithöfundarins Jack London (1876-1916), sem bjó þar frá 1904 til dauðadags.
26
km austan Sonoma, við þjóðveg Cal. 37, er Napa (21 m.y.s.; 51.000 íbúar)
við Napaána. Þaðan
teygist víndalurinn til vesturs (Napadalur).
Í hæðóttu landslagi, 11 km vestan Napa, er Mont LaSalle vínekrurnar,
sem hinir katólsku, Kristilegur bræður reka (4411 Redwood Road;
10:00-16:00). Munkarnir
reka skóla fyrir afrakstur vínræktunarinnar.
Flestir vínbúgarðarnir eru í dalbotninum og margir þeirra
standa opnir ferðamönnum til skoðunar.
Bezt er að undirbúa slíkar heim-sóknir hjá Wine Advisory
board í San Francisco. |