Hollywood Kalifornía Bandaríkin,


HOLLYWOOD
KALIFORNÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Hollywood er borgarhluti Los Angeles, frægur fyrir að vera miðstöð kvikmynda  og sjónvarprsiðnaðarins í BNA og laða til sín aragrúa ferðamanna ár hvert.  Aðalgötur Hollywood, Sunset- og Hollywood Boulevards og Vine Street eru prýddar þekktum veitingahúsum, næturklúbbum, útvarps- og sjónvarpsstöðvum.  Hollywood Bowl, sem er náttúrulegt hringleikahús í Hollywood-hæðunum, er vettvangur fjölda menningarviðburða.  Þessi borgarhluti var skipulagður seint á níunda áratugi 19. aldar.  Þarna var búgarður með þessu nafni og síðar þorp, sem var síðan innlimað í Los Angeles árið 1910.  Centaur-kvikmyndafélagið kom þar upp fyrsta kvikmyndaverinu í kringum 1911 og önnur spruttu upp í kjölfarið.  Þótt nokkur helztu kvikmyndaverin hafi ætíð verið utan Hollywood, hefur þetta nafn verið notað um alla kvikmyndagerð í BNA og vísar einnig til staðals myndanna, sem fékk á sig fasta mynd í heimsstyrjöldinni fyrri.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM