Oakland Kalifornía Bandaríkin,


OAKLAND
KALIFORNÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Oakland er borg við San Francisco-flóa austanverðan og teygist inn í San Joaquin-dalinn.  Hún er stór hafnarborg með hafskipahöfn.  Hún tengist San Francisco um brú frá 1936, sem ber nöfn beggja borganna.  Oakland er einnig mikilvæg miðstöð iðnaðar (málmvörur, vélbúnaður, mótorar, glervörur og matvæli.

Innan borgarinnar er stór herstöð og birgðastöð sjóhersins, Mills-háskólinn (1852), Holy Names-háskólinn (1868) og Kaliforníulistaháskólinn (1907).  Oft er gestkvæmt í Borgarsafninu, Patti McClain-tízkusafninu og í Chabot-stjörnuathugunarstöðinni.

Þarna starfar symfóníuhljómsveit, balletthópar og leikhópar.  Við Merrit-lónið í miðri borg, þar sem sjávarfalla gætir, er elzta friðaða svæði fyrir villt dýr í BNA.  Oakland/Alameda-sýsluleikvangurinn er heimavöllur A-körfuboltaliðsins.

Spánverjar gáfu Don Luis Maria Peralta leyfisbréf fyrir þessu landsvæði árið 1820.  Árið 1852 leigðu synir Peralta Moses Chase hluta af landinu og hann skipulagði byggðina, sem var nefnd eftir eikarlundi á staðnum.  Bærinn varð viðkomustaður járnbrautarinnar þvert yfir BNA árið 1869 og varð mikilvæg samgöngumiðstöð eftir 1880.  Vöxtur hans sem flutningamiðstöðvar jókst í síðari heimsstyrjöldinni.  Árið 1966 var flokkur Svörtu hlébarðanna stofnaður í Oakland (Boggy G. Seale og Huey P. Newton).  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 372 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM