Lake Tahoe Kalifornía Bandaríkin,


LAKE TAHOE
KALIFORNÍA - NEVADA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Tahoe-vatn í er í 1.899 m hæð yfir sjó, 520 km² og allt að 488 m djúpt.

Vatnið er umkringt miklum skógum, mest barrtré.  U.þ.b. 100 km langur vegur umhverfis vatnið.  Fagurt umhverfi og útsýni.  Vatnið er dökkblátt.  Mikið um ferðamenn sumar og vetur.  Norðaustan vatnsins er Squaw Valley (Olympic Valley), þar sem vetrarólympíuleikarnir voru haldnir árið 1960.  Þar er skjaldarmerki Íslands meðal annarra.

Á norðurströnd vatnsins er þorpið 'Incline Village', sem þekkt er úr sjónvarpsþáttunum 'Bonanza' vegna búgarðsins 'Ponderosa Ranch', sem var heimkynni Cartwright-fjölskyldunnar í þáttunum.

Í grennd við Lake Tahoe eru margir gullgrafarabæir, t.d. Auburn og Folsom.  Gullæðalandið teygist til suðausturs (Mother Lode Country við American River).  Þar fannst gull fyrst 1848.

Mörkin milli Kaliforníuríkis og Nevada liggja rétt við vatnið.  Fjárhættuspil er bannað með lögum í Kaliforníu en ekki í Nevada.  Strax Nevadamegin við línuna er fjöldi spilavíta, sem eru mjög fjölsótt.  Einnig er að finna spilavíti í Virginia City og Reno í Nevada.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM