Anaheim
er meðal vinsælustu ferðamannastaða í Suður-Kaliforníu og stærsta
borgin í Oragnesýslu. Hún
er 32 km suðaustan Los Angeles. Þar
eru framleiddar rafvélar og elektrónísk tæki, samgöngutæki, málmstykki,
plasthlutir, pappírsvörur og efnavörur.
Vinnsla sítrusávaxta og valhnetna er líka mikilvægur iðnaður.
Disneyland,
skemmtigarðurinn frægi, laðar til sín milljónir gesta ár hvert.
Þar er líka brúðusafn og árlegar hrekkjavökur. Ráðstefnumiðstöðin í Anaheim var fullbyggð árið
1967. Leikvangurinn var
opnaður 1966. Þar ráða
ríkjum hafnarboltaliðið California Angels og ruðningsliðið Los
Angeles Rams.
Anaheim
er þekkt sem móðurnýlenda Suður-Kaliforníu.
Þýzkir landnemar frá San Francisco stofnuðu hana 1857 sem
tilraunaverkefni í samvinnubúskap.
Borgin var nefnd eftir Santa Anaánni, sem er í grenndinni og þaðan
fæst vatn til áveitna. Þýzka
orðið „Heim” er síðari hluti nafnsins.
Upprunalega
voru vínber til víngerðar aðaluppskera héraðsins.
Vínviðurinn visnaði og dó á níunda áratugi 19. aldar og
allar tilraunir til að endurrækta hann mistókust.
Valencia appelsínur og aðrir sítrusávextir og valhnetur voru
ræktaðar í staðinn.
Síðan
á þriðja áratug 20. aldar hefur iðnvæðing aukizt.
Borgin var innlimuð 1870 og þar ræður ríkjum framkvæmdastjóri
borgarráðs. Fólksfjöldi
2004 var u.þ.b. 328.000. |