Virginia Bandaríkin,
Flag of United States

CHESAPEAKE
DURHAM
NEWPORT NEWS
NORFOLK
RICHMOND
WILLIAMSBURG
VIRGINIA BEACH
MEIRA

VIRGINIA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Virginia er eitt Suður-Atlantshafsfylkja BNA.  Norðan þess eru Vestur-Virginía, Maryland og Washington DC, að austan eru Maryland og Atlantshafið, að sunnan er Norður-Karólína og Tennessee og að vestan er Kentucky.  Potomac-áin myndar norðausturmörkin.  Chesapeake-flói aðskilur Austurströndina á suðurhluta Delmarva-skaga frá öðrum hlutum fylkisins.  Flatarmálið er 105.671 km² og íbúafjöldinn er u.þ.b. 5,4 milljónir (19% negrar).

Virginía varð 10. fylki BNA 25. júní 1788 (eitt stofnfylkjanna 13).  Einhver fyrsta enska byggðin í BNA reis í Jamestown árið 1607 og þar af leiðandi varð Virginía ein forustunýlendna Norður-Ameríku.  Stórorrustur í sjálfstæðisstríðinu og borgara/þrælastríðinu voru háðar í fylkinu.  Íbúarnir byggðu afkomu sína að mestu á landbúnaði fram á 20. öld, þegar iðnaður tók við fyrsta sætinu.  Á fyrri hluta tíunda áratugar 20. aldar voru landbúnaður, ferðaþjónusta og viðskipti einnig mikilvægar atvinnugreinar.  Sambandsstjórnin í Washington DC er stórtæk á atvinnumarkaðnum í fylkinu.  Fjöldi merkra Bandaríkjamanna fæddust í Virginíu, þ.á.m. 8 forsetar, George Washington, Thomas Jefferson, James Madison, James Monroe, William Henry Harrison, John Tyler, Zachary Taylor og Woodrow Wilson.  Nafn fylkisins var sótt til Elísabetar I, Bretadrottningar, sem var kölluð jómfrúardrottningin.  Helztu borgirnar eru:  Richmond (höfuðborgin), Virginia Beach, Norfolk, Newport News og Chesapeake.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM