Virginia Beach er meðal vinsælustu
ferðamannastaða á austurströnd BNA.
Í borgarhlutunum fjærst sjó er gott ræktarland fyrir grænmeti
og jarðarber. Oceana,
herstöð flughersins, Little Creek kafbátastöðin og Fort Story herstöðin
eru mikilvægar fyrir efnahagslífið.
Framleiðsluvörur borgarbúa eru aðallega málmar, bátar,
byggingarefni, raf- og rafeindatæki.
Læknaskóli Austur-Virginíu (1973).
Menningarstofnanir: Listamiðstöðin,
Haffræðisafnið (vísindasafn). Henry-höfði
er minningarstaður lendingar fyrstu landnema í BNA (Jamestown) árið
1607.
Fyrsta byggðin hófst 1880.
Sýsla Önnu prinsessu varð til úr Neðri-Norfolksýslu 1691 en
sameinaðist Virginia Beach 1963, þannig að land borgarinnar stækkaði
verulega (643 ferkílómetrar) og strandlengjan varð 61 km löng.
Áætlaður íbúafjöldi 1990 var tæplega 400 þúsund. |