Norfolk Virginia Bandaríkin,


NORFOLK
VIRGINIA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Norfolk er borg í Virginíufylki við ósa James-, Elizabeth- og Nansemond-ánna í grennd við mynni Chesapeake-flóa (Atlantshaf).  Norfolk, Hampton, Porthmouth og Newport News mynda saman stóra hafnarsvæðið Hamton Roads, sem er eitthvert mesta náttúrulega hafnarsvæði heims.  Norfolk er stórhafnarborg og mikilvæg miðstöð sjóhersins, landhelgisgæzlunnar og NATO auk starfsmannaháskóla hersins.  Skipasmíðastöð sjóhersins er handan Elísabetarár í Portsmouth.  Kerfi járnbrauta skerst við Norfolk-Portsmouth-hafnirnar, þannig að þær eru í fararbroddi kornflutninga á austurströndinni.  Norfolk og Newport News eru meðal stærstu útvlytjenda kola í heiminum.  Alþjóðaviðskipti, fjármálaþjónusta, ferðaþjónusta, viðhald skipa og fullvinnsla ýmissa afurða og framleiðsla vélbúnaðar til iðnaðar eru meðal aðaltekjulinda borgarinnar.  Borgin er setur Old Dominion-háskólans (1930) og Fylkisháskólans (1935) og Chrysler-safnsins.  Aðrar merkar menningarstofnanir eru óperan, symfóníuhljómsveitin og Virginia Stage Company (leikhús).

Borgin var skipulögð árið 1682.  Upphaflegur vöxtur hennar byggðist á viðskiptum við Vestur-Indííu og vöruflutningum frá plantekrum Virginíu og Norður-Karólínu.  Í frelsisstríðinu eyðilögðust allar byggingar borgarinnar nema Kirkja hl. Páls (1739).  Bærinn var endurbyggður að stríðinu loknu og varð mikilvæg miðstöð skipasmíða og hafnarborg.  Mikill gulufaraldur geisaði í borginni árið 1855 og dró mjög úr þróuninni.  Uppbygging hernaðarmannvirkja hófst í fyrri heimsstyrjöldinni.  Nafn borgarinnar er dregið af Norfolk í Englandi.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 261 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM