Williamsburg Virginia Bandaríkin,


WILLIAMSBURG
VIRGINIA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Williamsburg í Virginíu hefur u.þ.b. 10.000 íbúa og er 84 km suðaustan Richmond.  Bærinn var höfuð-borg brezku nýlendunnar Virginíu á tímabilinu 1699-1776 og 1776-1780 samnefnds fylkis.  Þangað kemur u.þ.b. ein milljón ferðamanna á ári.  Frá 1926 hafa 700 nýrri hús verið rifin og önnur byggð á upprunalegum stöðum og stíl og 85 gömul hús endurnýjuð fyrir framlög J.D.Rockefeller Jr.  Mörg sýningahús frá 18.öld, heimilisiðnaður frá fyrri tíð sýndur, 100 garðar opnir almenningi.  íbúar ganga um í sögulegum klæðnaði.

Skoðunarverðir staðir
Capitol (1705), Raleigh Tavern (1717), Magazine (1715), dómshúsið (1770), Brush Everard House (1717), höll nýlendustjórans (1720), George Wythe House (1754), Brunton Parish Church (1711-15), College of William and Mary (1693) og elzta háskólabygging BNA (1695-99) og þar með elzti háskólinn í landinu.

Átta km suðaustan Williamsburg er Busch Garden - The Old Country (121 ha; Oktoberfest).

Tíu km suðvestan Williamsburg er Jamestown, elzta byggð Breta (lending 13.05.1607).  Hún var endurbyggð árið 1934.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM