Newport News Virginia Bandaríkin,


NEWPORT NEWS
VIRGINIA

.

.

Utanríkisrnt.

Newport News er borg í Virginíufylki, sem myndar höfnina Hampton Roads með öðrum nærliggjandi höfnum og þar með einhvert athafnasamasta hafnarsvæði í BNA.  Iðnaðurinn á þessu svæði byggist á skipasmíðum og viðhaldi, vinnslu sjávarfangs og kolaútflutningim, framleiðslu skrifstofuvéla og rafeindatækja.  Þarna er rannsóknarstofa Orkustofnunar ríkisins í rafeindaeðlisfræði og Eustis-virkið, birgða- og dreifingarmiðstöð hersins.  Borgin er setur Kristófer-Newport-háskólans (1960), Mariners-safnið, (Stríðsminjasafn Virginíu og Híbýlasafnið.  Írskir landnemar settust að á þessum slóðum í kringum 1620.

Iðnvæðing hófst ekki að neinu marki fyrr en upp úr 1880, þegar lagningu járnbrautarinnar var lokið.  Skipasmíðarnar hófust árið 1886 og urðu meðal hinna þróuðustu í heimi.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 170 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM