Maryland er eitt Atlantshafsfylkjanna með
Pennsylvaníu í norðri, Delaware í austri, Virginíu og
Atlantshafið í suðvestri og vestri. Kólumbíuhérað (DC),
setur höfuðborgar BNA, Washington, er hluti þess vestantil.
Flatarmál þess er
27.383 km² og íbúafjöldinn er u.þ.b. 4,2 milljónir (23% negrar).
Potomac-áin myndar vesturlandamærin að mestu
og Chesapeake-flói gengur langt inni austurhlutann.
Maryland varð 7. fylki BNA hinn 28. apríl 1788 (eitt
13 stofnfylkja). Fylkið var þekkt fyrir ræktun tóbaks á
nýlendutímanum og mikla iðnvæðingu seint á 19. öld. Nú byggist
efnahagurinn að mestu á þjónustugeiranum, einkum hinum opinbera.
Stærsta borgin, Baltimore, er mikilvæg hafnarborg.
Kjúklingaframleiðsla er mikil í suðausturhlutanum. Fylkið var nefnt
eftir Henriettu Maríu, drottningu Karls I Englandskonungs. Það er
líka kallað Gamla línufylkið eða Frjálsa fylkið. Aðrar helztu borgir
þess eru Annapolis (höfuðborgin), Rockville, Fredericks, Gaithersburg
og Bowie. |