Baltimore Maryland Bandaríkin,
Flag of United States


BALTIMORE
MARYLAND
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Baltimore í Maryland er í 0-150 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 800.000, en í Stór-Baltimore rúmlega 2 milljónir (55% negrar).  Baltimore er stærsta borg Maryland og ein stærsta hafnarborg BNA við breiða ósa Patapscoár, sem mynda margarma, náttúrulega höfn.  Undir hana liggja 2,6 km löng göng.  Baltimore er 272 km frá Atlantshafinu.  Tenging við Chesapeake-Delaware-skurðinn gerði Baltimore að aðalútflutningshöfn fyrir korn, kol og olíu frá miðvesturríkjunum.  Undanfarin ár hefur verið unnið við hreinsun innri hafnarinnar.

Fjölbreyttur iðnaður, s.s. skipa-, flugvéla-, bíla-, og vélasmíði, málmvinnsla (kopar, járn, stál; bræðsla með kolum frá Appalachefjöllum), elektrónískur iðnaður til hergagna, efnaiðnaður (þvottaefni), matvæli og áfengi.

Margir góðir háskólar, menningarstofnanir, söfn, heimsfræg synfóníuhljómsveit.  Setur erkibiskups.

Baltimore byggðist upp á umskipunarstað tóbaks 1729 og var nefnd eftir Lord Cecil Calvert Baltimore (1745), sem Karl I, Bretakonungur hafð léð Marylandnýlenduna 1632.  Hann veitti íbúum hennar fullt trúfrelsi 1649, fyrstum allra enskra nýlendubúa í Norður-Ameríku.

1776-77            kom þar saman þing BNA, sem hafði verið rekið frá Fíladelfíu.
1780                 var innflutningshöfn opnuð í Baltimore.
1796                 fékk Baltimore borgarréttindi með 15.000 íbúa.
1814                 stóð bærinn af sér árásir Breta.
1830                 var fyrsta járnbraut BNA opnuð.
1884           fann Ottmar Mergenthaler (frá Württemberg) upp línusetningarvélina.
1904                 varð stórbruni í borginni.

Helztu skoðunarstaðir:
Washington minnismerkið, 54 m hátt, á Mount Vernon Place.
Peabody Institute. 
Walters Art Gallery.
Charles Center.
USF og -G byggingin (160 m há, hæst í borginni).
Mount Clare R.R.  Fyrsta lestarstöð BNA, byggð árið 1830.
Höfnin.  72 bryggjur, 34 milljóna tonna uppskipun á ári.
Maryland Science Center.
Fort McHenry.  Fyrst byggt 1776; núverandi útlit frá 1793-1812.
*Baltimore Museum of Art.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM