New Jersey Bandaríkin,
Flag of United States


Flug til Newark
 

ELIZABETH JERSEY CITY
NEWARK
PATERSON
TRENTON
Meira

NEW JERSEY (NJ)
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

New Jersey er eitt Mið-Atlantshafs- fylkjanna.  Norðaustan þess er New York-fylki, Atlantshafið að austan, Delaware í suðri og Pennsylvanía í vestri og norðvestri.  Hudsonáin markar hluta landamæranna að New York-fylki.  Delaware-flói og Delaware-áin að Delaware-fylki.  Delaware-áin að Pennsylvaníu.

Heildarflatarmál þess er 20.287 km² (46. í stærðarröð BNA).  Hvergi í öðrum fylkjum BNA búa fleiri á hverjum km².  Íbúafjöldi var u.þ.b. 7,4 milljónir árið 1997 (12% negrar).

New Jersey varð þriðja fylki BNA 18. desember 1787 sem eitt stofnfylkjanna.  Í sjálfstæðisstríðinu gerðust margir sögulegir atburðir í fylkinu.  Þaðan fór George Washington með her sinn yfir Delaware-ána í desember 1776 til að sigra Breta við Trenton, sem er nú höfuðborg fylkisins.  Framleiðsluiðnaður varð aðalundirstaða efnahagslífsins síðla á 19. öld og á tíunda áratugi 20. aldar efldist ferðaþjónustan mjög vegna uppbyggingar strandbaðstaða, landbúnaður vegan tæknivæðingar og aukinnar framlegðar og þjónustugeirinn.  Grover Cleveland, fyrrverandi forseti BNA, fæddist í fylkinu og Woodrow Wilson, forseti, bjó þar flest fullorðinsár sín.  Nafn fylkisins er komið frá Ermasundseyjunni Jersey.  Þar fæddist Sir George Carceret, sem eignaðist hlut af núverandi fylki árið 1644.  New Jersey er einnig kallað Garðafylkið.  Helztu borgir þess eru Trenton (höfuðborgin), Newark, Jersey City, Paterson, Elizabeth og Edison.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM