Paterson er ein stærsta borg
fylkisins og miðstöð viðskipta og iðnaðar (vélbúnaður, efnavörur,
málmvörur, matvæli, vefnaður, rafeindabúnaður, útgáfustarfsemi,
plast- og gúmmívörur. Í
söguhverfinu eru m.a. spunaverksmiðjur, Colt byssuverksmiðja og járnbrautavélaverksmiðja.
Árið 1791varð svæðið
við fossa Passaic-ána fyrir valinu fyrir iðnaðarsvæði. Byggðin var skírð í höfuð William Paterson, landstjóra
New Jersey. Árið 1835 hóf
Samuel Colt framleiðslu skotvopna og brátt þróaðist mikil vefnaðar-,
járnbrautarvéla- og vélabúnaðarframleiðsla.
Um 1870 framleiddu borgarbúar næstum helming alls silkis í
BNA, en nokkur bitur verkföll snemma á 20. öldinni ollu samdrætti í
þessum iðnaði. Áætlaður
íbúafjöldi 1990 var 141 þúsund. |