Iðnaður
er margs konar, s.s. efnaiðnaður, olíuhreinsun, lyfjagerð, bíla- og
flugvélaframleiðsla, stálver, rafeindaiðn., matvæli og gúmmívörur.
Landbúnaður er þróaður (grænmeti, tómatar, maís, kartöflur,
mjólk, fuglakjöt og egg).
Fiskveiðar og
fiskiðnaður í talsverðum mæli.
Jarðefni:
Ýmsar steintegundir, sink og járngrýti.
Ferðaþjónustan
er mikilvæg (baðstrendur, stöðuvötn, spilavíti frá
1977 o.fl.).
Burlington
er mikilvæg hafnarborg (stór höfn frá18.öld).
Þarna fæddist James Fenimore Cooper 1789.
Kirkja hl. Maríu frá 1703.
Thomas Revelhúsið frá 1685.
Camden.
Rithöfundurinn Walt Whitman bjó þar síðustu tuttugu ár ævinnar
(safn) og hann liggur grafinn í Harleigh kirkjugarðinum.
Flemington
er þorp með listmunagerð (gler, leir).
Flemingkastali frá 1756.
Jackson
er lítið þorp.
Six Flags Great Adventure er skemmti-, almennings- og safarigarður (445 ha) 8 km
norðan þess.
Lakehurst
er miðstöð sjó- og flughers, þar sem Zeppelin loftfarið Hindenburg
brann til ösku árið 1937 í lendingu.
Morristown
er lítill bær, þar sem Morse hóf tilraunir sínar með fjarskipti.
Hersveitir Washingtons höfðu vetursetu 1777 og 1779, þar sem nú
er Sögugarður Morristown.
Þar er líka Fordhúsið (1774), Fort Nonsense og herspítali
(Continental Army Hostpital).
Sjóbaðstaðir.
Long Branch, Ashbury Park og Point Pleasant eru bæir og borgir
í nágrenninu.
Atlantic
City (3,5 milljónir gesta á ári; Ungfrú Ameríkukeppnin í
byrjun sept. ár hvert; spilavíti; 8 km
löng og 18 m breið yfirbyggð trégata, *Boardwalk; ráðstefnumiðstöð
með sætum fyrir 41.000 manns).
Í grenndinni eru bæirnir Ocean City, Wildwood, Wildwood Crest
og Cape May. |