New Jersey sagan Bandaríkin,


SAGAN
NEW JERSEY

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Indánarnir, sem byggðu New Jersey-svæðið, voru delaware eða leni-lenape (upprunalega fólkið).  Þeir voru af þjóðflokki alqonquia og skiptust í þrjár aðalættkvíslir, minsi, unami og unalactiog.

Hollendingar og Bretar gerðu kröfu til þessa svæðis, þegar þeir hófu landnám á strandlengju Norður-Ameríku snemma á 17. öld.  Hollendingar stofnuðu til byggða í Fort Nassau (nú Gloucester City) við Delaware-ána árið 1624 og í Pavonia (nú hluti Jersey City) árið 1630.  Hollendingar lögðu byggðir Svía við Delaware-ána undir sig árið 1655.  Árið 1664 var svæðið mjög strjálbýlt, þegar Karl II, Englandskonungur, fól bróður sínum, James, Hertoganum af Jórvík (síðar James II, Englandskonungur) yfirráð svæðisins milli ánna Connecticut og Delaware.

Brezk yfirráð.  James gerði Hollendinga útlæga og fól góðvinum sínum, Sir George Careret og John, Berkeley lávarði, sem gaf eyjunni nafnið, umsjá með New Jersey.  Enskir landnemar voru andsnúnir eigendunum og árið 1674 seldi lávarðurinn félagi kvekara sinn hlut.  Þá varð að leysa landamerkjamál milli kvekaranna og Carteret, sem leiddi til skiptingar í Austur- og Vestur-New Jersey.  Eign Carterets var seld á uppboði eftir lát hans 1681 og slegin William Penn og félögum hans.  Skömmu síðar var þessu svæði skipt í kjölfar deilna um eignarhald.

Árið 1702 voru austur- og vesturhlutarnir sameinaðir sem konunglega héraðið New Jersey.  Um það leyti voru íbúarnir brezkir, hollenzkir, belgískir, franskir og þýzkir auk þræla frá Afríku og Vestur-Indíum.

Landa- og fjármálaerjum milli pólitískra keppinauta linnti ekki fyrr en að sjálfsstæðisstríði BNA loknu.

Síðasti konunglegi landstjóri New Jersey, William Franklin, sonur Benjamíns Franklin.  Hann tók við embættinu 1763 og hélt því til 1776, þegar héraðsþingið setti hann af fyrir að taka málstað Breta í stríðinu.  Skoðanir voru skiptar um byltinguna en eftir 1774 fóru íbúarnir að fylkja sér með þjóðernissinnum.  Hinn 2. júlí 1776 samþykkti héraðsþingið (hið sama og rak Franklin) stjórnarskrá fylkisins.  Fyrsti fylkisstjórinn var William Livingston, sem þjónaði til dauðadags 1790.

Nokkrar mikilvægar orrustur voru háðar í New Jersey.  Ameríkanar biðu ósigur í Fort Lee (nóvember 1778) en unnu sigra í Trenton (desember 1776), Princeton (1777) og á öðrum stöðum í fylkinu.  Í stríðslok gerði sambandsstjórnin Princeton að höfuðborg BNA frá júní til nóvember 1783.

Stöðugir árekstrar og deilur við New York-fylki vegna flutningsréttar á Hudsonánni leiddu til þess, að New Jersey studdi jafnræðisgrein stjórnarskrár bandaríkjanna.  Á stjórnarskrárþinginu í Fíladelfíu 1787 voru fulltrúar New Jersey í forystu smáfylkjanna.  Ein niðurstaðna þingsins var sú, að öll fylkin skyldu fá jafnmörg sæti í öldungadeild sambandsfylkjanna.

Alexander Hamilton, fyrsti fjármálaráðherra BNA, dreymdi um að koma á fót öflugum iðnaði við við fossa Passaic-árinnar og stofnaði samtök velviljaðra iðnaðarmanna í Paterson.

Stjórnarskrá fylkisins frá 1776 tryggði konum kosningarétt en þegar fjöldi þeirra kaus í umdeildum kosningum árið 1807, afnam þingið hann.

Iðnaður í New Jersey.  Allt fram yfir 1820 var landbúnaður undirstaða efnahagslífsins en eftir 1840 fór að kveða að iðnaði, þegar iðnaður tengdur eimvögnum og hergögnum hófst í Paterson, sem var þegar vel á vegi á braut vefnaðar.

Sjálfstæðisstríðið jók vöxt iðnaðar.  Um aldamótin 1900 var íbúafjöldinn orðinn rúmlega 900.000 og mestu þéttbýlisstaðirnir voru Jersey City, Newark, Bayonne og Passaic.  Harðvítugar verkalýðsdeilur geisuðu í Paterson á fyrstu áratugum 20. aldar, þegar iðnverkafólk reyndi að bæta kjör sín og vinnuaðstæður.

Woodrow Wilson, 28. forseti BNA, komst í sviðsljósið sem forseti Princeton-háskóla og fylkisstjóri demókrata í New Jersey (1911-13).  Hann setti met í umbótum sem fylkisstjóri áður en hann tók við forsetaembætti BNA árið 1912.  Frank Hague í Jersey City hafði mikil áhrif á stjórnmálalífið í New Jersey eftir fyrri heimsstyrjöldina til 1947.

Eftir síðari heimsstyrjöldina upphófst mikil uppsveifla í iðnaði og New Jersey varð hið áttunda í röð fólksflestu fylkja BNA um 1960.  Bygging gámahafnar í Port Newark, stækkun Newark-flugvallar, bygging Meadowlands íþróttamiðstöðvarinnar og stofnun spilavíta í Atlantic City fjölgaði störfum í fylkinu fram á níunda áratuginn.  Snemma á tíunda áratugnum tók íbúafjölgunin að hægja á sér og þjónustugreinar komust í fyrsta sæti mannaflaþarfar.  Meðal mikilvægra málaflokka, sem þing og þjóð stóðu frammi fyrir á þessum tíma voru náttúruvernd, endurbygging borga og umbætur í menntakerfinu.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM