Heildarflatarmál New Jersey er 22.590 ferkílómetrar
(47. í stærðarröð fylkja BNA). Sambandsstjórnin á 3,4% landsins.
Fylkið er nokkurn veginn ferhyrningslagað, 265 km frá nroðri til
suðurs og 100 km frá austri til vesturs. Það nær allt frá sjávarmáli
upp í 550 m yfir sjó efst á High Point í norðurhlutanum. Meðalhæð
yfir sjó er 76m. Strandlengjan er 209 km.
Landfræðileg skipting. Strandsléttan við Atlantshafið, Piedmont-sléttan,
New Jersey-hálendið og Appalachia-dalurinn mikli.
Strandsléttan nær yfir u.þ.b. 60% suðurhlutans. Hún era ð mestu flöt
og nær óvíða meira en 30 m hæð yfir sjó. Við Delaware-flóa og upp með
Delaware-ánni eru víðáttumiklar mýrar og einnig meðfram
Atlantshafsströndinni milli meginlandsins og strandrifja, sem skiptast
í margar, lágar eyjar. Margir firðir, Great Bay, Barnegat Bay og
Sandy Hook Bay, eru einnig innan þessara rifgirðinga. Í
suðvesturhlutanum er jarðvegurinn frjósöm blanda af leir og sandi.
Norðvestan strandsléttunnar er hluti Piedmont-sléttunnar ofan hlíða,
sem teygjast í norðaustur frá Trenton-svæðinu til Newark-fjarðar.
Mestur hluti hennar er hulinn rauðum sand- og leirsteini en sums
staðar tróna blágrýtisklettar upp í 30-150 m hæð. Watchung-fjöll á
norðurhluta sléttunnar eru díabashryggir í 60-90 m hæð yfir umhverfinu.
Norðan Piedmont-sléttunnar er hluti upplands Nýja-Englands, sem
íbúarnir kalla Reading Prong eða New Jersey hálendið. Berggrunnur
þess er aðallega forngrýti (gneiss) og flögusteinn (schist). Það
hækkar nokkuð bratt upp Pohatcong-, Scotts- og Spartafjöllin. Víðir
og flatlendir dalir eru milli hryggjanna og mörg stöðuvötn á þessu
svæði.
Hluti Appalachia-dalsins og fjallanna teygjast inn in norðvesturhluta
New Jersey. Dalurinn mikli tekur strax við af New Jersey hálendinu (Kittatinny-Valley).
Hann er 24 km breiður og berggrunnur hans er kalk- og sandsteinn og
flögugrýti. Kittatinny-fjöll eru handan has. Þau eru flöt og rofin
setlagasyrpa og eru meðal hæstu staða fylkisins. Hið fallega
Delaware-hlið (Delaware Water Gap) er þar sem áin flæðir í gegnum
þetta fjalllendi.
Næstum þriðjungur fylkisins, aðallega í vestri og suðri, er vatnasvið
Delaware-árinnar, sem rennur til Delaware-flóa. Norðurvatnasviðið
rennur til Atlantshafs um árnar Passaic, Hackensack og Raritan.
Smáhluti vatnasviðs Hudsonárinnar er einnig í norðurhlutanum um
Wallkill-ána. Flestar ár strandsléttunnar eru stuttar og renna víða
um fen og mýrar á lægstu svæðum (Toms, Mullica og Great Egg Harbor).
Meðal stöðuvatna á Nýja-England upplandinu eru Hopatcong, Mohawk og
Greenwood.
Loftslagið er temprað. Meðalhiti í norðurhlutanum er á bilinu -1°C í
janúar til 21°C og 24°C í júlí. Í suðurhlutanum, -1°C – 1,1°C í
janúár og 24°C-25°C í júlí.
Loftslag.
Svalast er þar sem hæst ber í norðvesturhlutanum og hlýjast meðfram
suðausturströndinni. Lægsta skráða hitastig er -36,7°C (1904 í Rivar
Vale í na-hlutanum) og hið hæsta 43,3°C (1936 í Runyon). Fárviðri eru
fátíð en stundum koma fellibyljir vaðandi inn frá Atlantshafi.
Flóra og fána. Skóglendi þekur u.þ.b. 40% landsins (eik, birki, beyki,
hlynur, óðjurt, hvítur sedrusviður og fura). Pine Barrens er stórt og
einstakt svæði á strandsléttunni. Þar þrífst aðallega runnagróður og
eik í sendnum jarðvegi. Meðal annarra jurtategunda má finna fjólur,
burkna, fjallalárvið og azaleur.
Helztu villtar dýrategundir eru dádýr, nokkrir birnir (norðurhl.),
refir, íkornar, kanínur, moldvörpur, pokarottur og þefdýr.
Skröltormar og koparhausar eru einu eitruðu snákategundirnar (aöallega
í norðurhl.).
Tegurndir fugal eru margar (bláfugl, bláskjór, kardináli, gullfinkur,
spörvi og uglur). Mávar, hegrar, fiskiernir og ýmsar andategundir
halda sig við ströndina og við stöðuvötn. Fyrir ströndinni er
talsvert af ostrum, kræklingi, krabba, lúðu, bláfiski, bassa og síld
(menhaden).
Auðlindir, framleiðsla, iðnaður. Í jörðu er talsvert af graníti,
kalksteini, marmara flögusteini, sandi, möl, leir, mó, sirkon, sínki,
járngrýti og mergill.
Landbúnaðurinn nær ekki 1% af vergri þjóðarframleiðslu en nokkrar
afurðir eru framleiddar í talsverðum mæli. Tómata- og grænmetisræktun
nægir til að fylkið flokkast með 20 aðalframleiðsluríkjum BNA á því
sviði. Helztu uppskerur eru auk þess ylræktuð blóm, sojabaunir, hey,
kartöflur, laukur, pipar, baunir, spergill, epli, trönuber, blabber og
jarðarber. Kvikfjárræktin nær til framleiðslu mjólkurvöru, eggja,
nautakjöts, svínakjöts og kalkúna.
Fiskveiðar og vinnsla eru ekki mikilvægar atvinnugreinar fyrir
þjóðarbúið. Aflinn byggist aðallega á kræklingi, krabba, ostrum og
hörpudiski, síld, flyðra, sverðfiskur, túnfiskur, bláfiskur og makríll.
Framleiðsluiðnaður stendur undir u.þ.b. 18% vergrar þjóðarframleiðslu.
Efnaiðnaður er mikill vexti (olíuvörur, lyf, brennisteinssýra).
Útgáfustarfsemi og prentun er talsverð auk framleiðslu vélbúnaðar til
iðnaðar, nákvæmnistækja, rafeindatækja, matvæla, fatnaðar,
vefnaðarvöru, leirvöru og postulíns, glers og pappírsvöru. |