Newark New Jersey Bandaríkin,


NEWARK
NEW JERSEY

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Newark, stærsta borg New Jersey-fylkis, er miðstöð viðskipta, fjármála, tryggingastarfsemi og iðnaðar (leðurvörur, málning, efnavörur, vélbúnaður, verkfæri, mataráhöld, skartgripir og bjór).  Umferð um millilandaflugvöll borgarinnar er mikil.  Meðal æðri menntastofnana eru Tækniháskólinn (1881). Rutgers og fylkisháskólinn (1892).  Margar áberandi byggingar prýða borgina, Trinity-dómkirkjan (biskupakirknan) (1743), Prespiterakirkjan (1791) og stóra katólska dómkirkjan.  Borgarsafnið hýsir lista-, vísinda og iðnaðaðsöfn (gott safn tíbetskra listaverka).

Byggðin var fyrst skipulögð árið 1666, þegar púritanar frá Connecticut-héraði námu land.  Hún var vafalítið nefnd eftir Newark í Englandi.  Leðuriðnaði var komið á fót þar síðla á fjórða áratugi 19. aldar og eftir opnun hins 56 km Langa Morris-skipaskurðar (frá Newark- og New York-höfnum til mynnis Lehigh-árinnar óx iðnvæðingin.  Margar uppfinninga voru fullkomnaðar í borginni á 19. og 20. öld, s.s. aðferðir við leðurvinnslu og járnsteypu, framleiðslu kvikmyndafilmu og mælitækja, sem voru knúin rafmagni.  Eftir síðari heimsstyrjöldina fór að draga úr íbúafjöldanum og húsakostur drabbaðist niður.  Árið 1967 kom til alvarlegra kynþáttaóeirða, 26 manns létu lífið og tjón á eignum var metið á 10-15 miljónir US$.  Árið 1970 var fyrsti, svarti borgarstjórinn, Kenneth A. Gibson, kosinn til fyrsta fjðgurra ára kjörtímabils af fjórum.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 275 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM