Elizabeth New Jersey Bandaríkin,


ELIZABETH
NEW JERSEY

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Elizabeth er aðalborg Union-sýslu í norðausturhluta New Jersey-fylkis og hafskipahöfn við Newark-flóa og Arthur Kill.  Hún tengis Staten-eyju, New York, með brú.  Þetta er mikil samgöngumiðstöð með nútímaútbúnað til gámaflutninga og mikil iðnaðarborg (kopar- og olíuvörur, saumavélar, efnavörur, húsgögn, raftæki og matvæli).  Borgin var byggð á landi, sem var keypt af  Leni-Lenape-indíánum og er elzta byggð fylkisins.  Hún hét fyrst Elísabetarborg efir eiginkonu Sir Georgs Carteret, sem átti New Jersey á sautjándu öld, en síðar var nafnið stytt.  Elísabet var höfuðstaður New Jersey til 1686.  Nokkrar orrustur frelsisstríðsins voru háðar á þessu svæði.  Hin góða höfn borgarinnar og nálægð New York-borgar ýttu undir hagvöxtinn.  Að lokinni lagningu járnbrautarinnar 1831 hófust kola- og járngrýtisflutningar, olíuhreinsun, skipasmíðar og starfsemi stálvera.  Borgin státar af mörgum sögulegum húsum.  Meðal kunnra íbúa borgarinnar er Aaron Burr, Alexander Hamilton, Winfield Scott, hershöfðingi og William Halsey, aðmíráll.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 110 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM