Trenton New Jersey Bandaríkin,


TRENTON
NEW JERSEY

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Trenton, höfuðborg New Jersey-fylkis, er setur borgar- og fylkisstjórnar og miðstöð viðskipta, flutninga og iðnaðar (gúmmí, plast, málmur, matvæli, útgáfustarfsemi og leirmunagerð.  Meðal áhugaverðra staða er Landstjórabústaðurinn með gylltri hvelfingu (1792), gamla Frímúrarahúsið (1793), samkomuhús Vinafélagsins (1739) og Trent-húsið (1719), fyrrum heimili William Trent, sem er nafngjafi Borgarinnar.  Meðal æðri menntastofnana er Thomas A. Edison-háskólinn (1972).

Áður en til fastrar búsetu á þessu svæði kom verzluðu Hollendingar og Norðurlandabúar við indíána af Delavware-kyni.  Í kringum 1679 fékk enskur kvekari, Mahlon Stacy, land við Delaware-ána og reisti þar kornmyllu, sem gekk undir nafninu Fossarnir.  Árið 1714 seldi sonur hans William Trent, kaupmanni í Fíladelfíu, landi og skömmu síðar var borgin skipulögð.  Núverandi nafn hennar var tekið upp 1721.  Hún varð höfuðstaður héraðsins árið 1790.  Um miðja 19. öldina var hún meðal fremstu iðnaðarborga BNA.  Járn- og stáliðnaðurinn, sem hófst um miðja 18. öldina, óx verulega öld síðar, þegar John Roebling hóf framleiðslu stálkapla í Trenton.  Samtímis þróaðist leiriðnaðurinn hratt og síðar á 19. öldinni varð Trenton veigamikil miðstöð gúmmíframleiðslu.  Um miðja 20. öldina dró verulega úr iðnaði vegna þess, hve mörg fyrirtæki hættu starfsemi.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var tæplega 89 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM