Jersey City New Jersey Bandaríkin,


JERSEY CITY
NEW JERSEY

.

.

Utanríkisrnt.

Jersey City er hafnarborg í New Jersey-fylki, sem tengist New York-borg um Hollandgöngin og með hraðferjum (PATH).  Hún er næststærsta borg fylkisins og miðstöð flutninga og iðnaðar (lyf, raftæki, járnvörur, efnavörur og matvæli)  Hún er setur  Háskóla hl. Péturs (1872) og Borgarháskólans (1927).  Frelsisgarðurinn er niðri við höfnina og þaðan sést vel til Frelsisstyttunnar við innsiglingu New York-hafnar og Manhattan.  Hollendingar settust þarna ða á fjórða áratugi sautjándu aldar og nafn borgarinnar er dregið af einni hinna ensku Ermasundseyja við Frakklandsstrendur.  Opnun Morris-skipaskurðarins árið 1934 og tengslin við járnbrautirnar árið 1837 efldu haga borgarinnar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 229 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM