Orlando Flórída Bandaríkin,
Flag of United States

ÚRVALSGISTING í ORLANDO


ORLANDO
FLÓRÍDA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Orlando er höfuðborg Orangesýslu í Mið-Flórída.  Umhverfi hennar er þakið stöðuvötnum og þaðan eru 95 km til Melbourne í norðvestri og 135 km til Tampa í norðaustri.  Borgin er í miðju eins hinna þéttbýlustu svæða fylkisins.

Fyrstu innfæddu íbúar þessa svæðis, sem kunnugt var um, voru timucua-indíánar og síðar seminólar.  Landnám hófst 1843 í kringum Gatlin-virkið, sem var fyrst kallað Jernigan eftir einum hinna fyrstu landnámsmanna.

Árið 1857 var bærinn endurskírður til heiðurs Orlando Reeves, hermanns, sem fell í seminólastríðinu.  Fyrir borgarastyrjöldina var bærinn verzlunarmiðstöð fyrir ull og nautgripi en eftir hana urðu sítrusávextir og vinnsla þeirra aðalviðfangsefnið.  Suður-Flórída-járnbrautin náði til Orlando árið 1880 og síðan til Tampa árið 1883.  Þróun geimferðastöðvarinnar á Kanaveralhöfða (80 km austan Orlando) eftir 1950 olli fjölgun íbúa og efnahagslegri uppsveiflu, sem hélt áfram eftir að Disney World-skemmtigarðurinn var opnaður 1971 u.þ.b. 30 km suðvestan borgarinnar.  Síðan fjölgaði áhugaverðum stöðum í og umhverfis borgina og körfuboltalið hennar náði upp í meistaradeild BNA árið 1987.

Disney-skemmtigarðurinn nær yfir 122 km2 svæði.  Þar eru m.a. Töfrakonungsríkið (Magic Kingdom), Epcot, Disney-MGM-kvikmyndaverið og Dýraheimar (Animal Kingdom).  Universal-Orlando-kvikmyndaverið er einnig í nágrenni borgarinnar (ævintýragarður) auk Sea World sædýrasafnsins og Wet ‘n Wild (Vott og villt), sem er stór vatnagarður.  Í Lack Haven garðinum eru lista-, vísinda- og sögusöfn.  Krókódílagarðurinn (Gatorland) er rétt sunnan borgarinnar.

Aðaltekjulindir borgarinnar eru ferðaþjónusta, ráðstefnur og vörusýningar.  Iðnaðurinn, sem er háþróaður, byggist aðallega á framleiðslu hluta til geimferða og árásar- og varnarflauga.  Vinnsla sítrusávaxta er enn þá mikilvægur atvinnuvegur.  Meðal menntastofnana borgarinnar eru Háskóli Mið-Flórída (1963) og Valencia háskólinn (1967).  Árið 2000 var íbúafjöldi Stór-Orlando næstum 1,7 miljónir.

FLÓRÍDA

Icelandair flýgur til Orlando. Beint flug er til Orlando frá 6. september 2013 til 3 júní 2014.

Reykjanesbær er vinabær Orlando

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM