Rhode Island Bandaríkin,
Flag of United States

PROVIDENCE ÍBÚARNIR
LAND og NÁTTÚRA
SAGAN
STJÓRNSÝSLA
WARWICK

RHODE ISLAND (RI)
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Rhode Island er eitt fylkja Nýja-Englands.  Norðan og austan þess er Massachusetts, Rhode Island- og Block Island-sund að sunnan og Connecticut að vestan.  Narragansett-fjörður skerst djúpt inn í suðurhlutann.  Pawcatuck-áin myndar hluta suðvesturmarkanna.

Flatarmál fylkisins er 3.143 km² og það er hið minnsta í BNA.  Árið 1997 var íbúafjöldi u.þ.b. 947 þúsund (3% negrar).

Rhode Island varð fylki í BNA 29. maí 1790, hið 13. og síðasta stofnfylkjanna.  Fyrsti landneminn, trúarleiðtoginn Roger Williams og fylgjendur hans, stofnuðu Providence, núverandi höfuðborg.  Seint á 18. öld var fyrsta vatnsknúna vefnaðarmylla byggð í Rhode Island.  Snemma á tíunda áratugi 20. aldar var iðnaður í öðru sæti mikilvægustu atvinnugreina á eftir þjónustugeiranum.  Ekki er ljóst, hvaðan nafn fylkisins er komið.  Það gæti verið dregið af eyjunni Rhodos í Eyjahafi eða flæmska orðinu rauður.  Fylkið er einnig kallað Úthafsfylkið eða Little Rhody.  Aðalborgirnar eru Providence, Warwick, Cranston, Pawtucket og Austur-Providence.

Höfuðborgin er Providence og aðrar borgir eru m.a. Warwick og Pawtucket. 
Iðnaður:  Vefnaður, vélar, skartgripir, gerviefni, elektrónísk tæki og gúmmí.
Fiskveiðar eru svolítið stundaðar.
Landbúnaður er ekki mikill:  Mjólk, fuglakjöt, kartöflur og grænmeti.

Bristol var mikilvægur hafnarbær um 1800.  Haffenreffer mannfræðisafnið (menning inúíta, indíána og íbúa Suðurvatnseyjar).
Newport.  Sjávarbaðstaður.  Elzta sýnagóga Ameríku (1763; Touro Synagogue National Historic Site).  Fjöldi fallegra húsa frá 17.-19. öld, þ.m.t. höllin The Breakers’, sem Cornelius Vanderbilt lét reisa.  Í henni eru 70 herbergi og sérstakt hús fyrir börn til að leika sér í.  Á sumrin er þar haldnar lista- og tónlistarhátíðir og tennisvika í miðjum júní.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM