Rhode Island ibúarnir Bandaríkin,


ÍBÚARNIR
RHODE ISLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntalinu 1990 var íbúafjöldinn 1.003.464 og hafði fjölgað um 5,9% næstliðinn áratug.  Meðalfjöldi íbúa á hvern ferkílómetra var 251, sem gerir Rhode Island að einhverju þéttbýlasta fylki BNA.  Hvítir 91,4%, negrar 3,9% auk 3.987 indíána, 3.655 Kambódíumanna, 3.170 kínverja og 2.579 frá latnesku Ameríku.  Fjöldi íbúa af spænskum uppruna var 45.750.

Menntun og menning.  Árið 1640 var opnaður frír skóli í Newport en ríkisskólakerfi í öllu fylkinu var ekki komið á fót fyrr en um aldamótin 1800.  Það var síðan afnumið 1803 en tekið upp á ný árið 1828.  Í kringum 1990 voru grunnskólar 294 með 135.700 nemendur auk 19.900 í einkaskólum.  Þá voru 11 æðri menntastofnanir með 76.500 stúdenta.  Þeirra á meðal eru Brown-háskóli, Johnson & Wales-háskóli (1914), Providence Collega (1917), Rhode Island College (1854) í Providence og Rhode Island-háskóli í Kingston.

Nokkur merkustu safna eru í Providence og Newport.  Þar eru m.a. Listasafn hönnunarskóla Rhode Island og Sögusafn Rhode Island, Sögusafn sjóhersskólans, Sögufélagssafn Newport og Redwood bókasafnið, sem er einnig listasafn.  Mannfræðisafnið Haffenreffer í Bristol, Safn um frumstæða menningu í Peace Dale og Borgarsögusafnið í Washington.

Ahugaverðir staðir.  Meðal allramerkustu sögustaða fylkisins eru tvö hús í Newport:  Vinafundahúsið (bygging hófst 1699) og Touro Synagogue Þjóðarminnismerkið, þar sem elzta guðshús gyðinga í BNA var byggt 1763.  Vítt og breitt um fylkið eru falleg 19. aldar herragarðar og sama á við um Newport (The Breakers 1885).  Fæðingarstaður 18. aldar málarans Gilbert Stuart er í Saunderstown og heimili Nathaniels Greene, hershöfðingja í sjálfsttæðisstríðinu, er í Anthony.

Íþróttir og afþreying.  Víða eru möguleikar til sunds, stangveiði, siglinga og annarra vatnaíþrótta.  Golf, tennis og útreiðar eru vinsælar íþróttir.  Í Diamond Hill almenningsgarðinum við Woonsocket er aðstaða til skíðaiðkunar.  Frægðarhöll og safn tennisíþróttarinnar er í Newport.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM