Warwick er miðstöð
trygginga- og heilsuþjónustu og framleiðir ýmsa nytjahluti, s.s. vélbúnað,
skartgripi, hálfunninn málm og prentað efni.
Þar er Tæknistofnun Nýja-Englands (1940) og þar fæddist
Nathanael Greene, hershöfðingi. Enski
ráðherrann Samuel Gorton stofnaði þessa byggð árið 1642 og hún
gekk undir nafninu Shawomet þar til hún var endurskírð átta árum síðar
eftir Robert Rich, öðrum jarli af Warwick.
Íbúar Providence brenndu brezka skattheimtuskipið Gaspée árið
1772 og sá atburður telst til forleiksins að frelsisstríðinu.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 85 þúsund. |