Rhode Island er stjórnað í anda
stjórnarskrárinnar frá 1843. Æðsti embættismaðurinn er
fylkisstjóri, sem er kosinn í almennum kosningum til 2 ára í
senn og sama frambjóðanda eru engine takmörk sett með
endurframboð. Aðrir kjörnir embættismenn eru
varafylkisstjóri, dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra og
innanríkisráðherra.
Þingið starfar í öldungadeild (50) og fulltrúadeild (100).
Þingmenn beggja deilda eru kosnir til tveggja ára í senn.
Fylkið á tvö sæti í hvorri deild sambandsþingsins í
Washington og ræður fjórum kjörmönnum í forsetakosningum.
Á tímabilinu eftir 1850 til 1933 voru fylkisstjórar flestir
úr lýðveldisflokknum en eftir það tóku demókratar við. Þeir
hafa einnig verið sigursælli í kosningum til
sambandsþingsins. |