Minneapolis Minnesota Bandaríkin,


MINNEAPOLIS
MINNESOTA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Minneapolis er stærsta borgin í Minnesota.  Hún er þekkt fyrir nútímalegt yfirbragð, falleg stöðuvötn, skemmtigarða og hreinleika.  Handan Missisippifljótsins er höfuðborg fylkisins, St. Paul.  Þessar tvær borgir eru þekktar undir nafninu Tvíburaborgirnar (Twin Cities).

Minnetonkavatn er 19 km langt stöðuvatn í vesturhluta borgarinnar með 177 km langri strandlengju.  Úr því rennur Minnehaha (Hin hlæjandi á).  Longfellow gerði þessa á ódauðlega í verkum sínum, þegar hann orti um fossana í ánni, „Söngvar Hiawatha”.

Niðri í miðbæ eru 5 km langar og loftkældar göngugötur.  Þar er m.a. Nicollet verzlunarhúsið, sem var hið fyrsta sinnar tegundar í BNA.

Minneapolis er mikil menningarborg.  Hvergi í BNA eru fleiri leikhús miðað við höfðatölu en í þessari borg, ef New York er undanskilin.  Þarna eru 6 atvinnuleikhús og a.m.k. 36 áhugamannaleikhús.  Tyrone Guthrie-leikhúsið er í sama húsi og 20. aldar safnið Walker listamiðstöðin.

Icelandair flýgur til Minneapolis borgar. Ferðatímabil 13. mai til 14. október 2014.

MINNESOTA

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM