Wyoming Bandaríkin,
Flag of United States

CASPER CHEYENNE LARAMIE Meira

WYOMING (WY)
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Wyoming er eitt fjallafylkjjanna.  Norðan þess er Montana, Suður-Dakota og Nebraska í austri, Colorado og Utah í suðri og Utah, Idaho og Montana í vestri.

Flatarmál þess er 253.490 km² (9. stærsta fylki BNA).  Gannet Peak er hæst tinda þess, 4.202 m.  Íbúafjöldinn 1997 var u.þ.b. hálf milljón (0,7% negrar).

Wyoming varð 44. fylki BNA 10. júlí 1890.  Það er auðugt af jarðefnum og gott til landbúnaðar.  Á síðasta áratugi 20. aldar voru námugröftur og landbúnaður enn þá mikilvægar atvinnugreinar.  Ferðaþjónusta er þegar orðin mikilvæg og er enn að færa sig upp á skaftið.  Ferðamenn koma víða að til að njóta náttúru og fegurðar landsins. 
Nafn fylkisins er úr indíánamáli og þýðir „Á sléttunni” og gælunafn er Jafnréttisfylkið eða Kúrekafylkið.  Helztu borgirnar eru Cheyenne (höfuðborgin), Casper, Laramie, Rock Springs og Gilette.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM