Laramie er borg á hásléttunni
í grennd við Snjófjöll (Snowy Range) í Wyoming-fylki.
Hún er miðstöð viðskipta, flutninga og iðnaðar í stóru
landbúnaðar- og skógarhöggshéraði og framleiðir m.a. sement og
timburvörur. Hún er setur
Wyoming-háskóla (1886) og Bow þjóðgarðurinn er í næsta nágrenni.
Landkönnuðir, hermenn og skinnaveiðimenn voru þarna á ferðinni
löngu áður en byggð fór að myndast.
Meðal veiðimannanna var hinn franski Jacques La Ramie, sem bærinn
var síðar nefndur eftir. Rústir
Sanders-virkisins (1866), sem var byggt til að vernda verka- og ferðamenn
á Yfirlandsleiðinni, eru til sýnis.
Þar er líka risabrjóstmynd af Abraham Lincoln. Áætlaður íbúafjöldi 1990 var tæplega 28 þúsund. |