Höfuðborgin er Cheyenne og meðal annarra borga er Casper.
Námuvinnsla.
Lítill landbúnaður:
Sauðfé, nautgripir, sykurrófur, kartöflur, kornrækt og beitiland.
Fremur lítill iðnaður: Olíuhreinsun,
timbur, matvæli og elektróník.
Jarðefni:
Olía, gas, úraníum, kol, olíuhellur, járngrýti og fosfat.
Ferðaþjónustan er mikilvæg (þjóðgarðar, villireið/rodeo
o.fl.).
Skoðunarvert:
Grand
Teton
þjóðgarðurinn.
Yellowstone
þjóðgarðurinnn.
Casper
er blómstrandi borg við Norður-Platteána.
Hún er miðstöð landbúnaðar, olíuhreinsunar og úraníumnáms.
Villtavesturssafn í virkinu Fort Casper.
Cheyenne,
höfuðborgin, er í suðausturhlutanum.
Hún er miðstöð landbúnaðar og olíu- og kolanáms.
Þinghúsið (1888), Fylkissafnið.
Villireiðar (rodeo) í júlí ár hvert.
Devils
Tower
þjóðarminnismerkið er 56 km norðvestan Sundance.
Það er 264 m hár klettur úr blágrýtisstuðlabergi uppi á skógi
vöxnu fjalli.
Fort
Laramie National Historic Site
er 42 km vestan Torrignton. Þar
byggðist landamærastöð 1834 og virkið varð mikilvægur
verzlunarstaður skinnaveiði- og kaupmanna.
Ellefu byggingar hafa verið endurbyggðar.
Jackson
er
vetraríþróttastaður í vesturhlutanum.
Laramie
er háskóla- og vetraríþróttabær (u.þ.b. 8500 stúdentar).
Thermopolis
er þorp í norðanverðri miðju fylkisins.
Þar eru vinsælar laugar, allt að 11 m í þvermál (8 l/sek;
57°C), með baðaðstöðu.
Wind
River
verndarsvæðið
er 8 km norðan Lander. Þar
búa Shoshone- Arapahoe-indíánar.
Þar er gröf indíánakonunnar Sacajawea, sem leiddi
Lewis-&-Clark-leiðangurinn. Í
júlí og ágúst ár hvert er haldin arapahoe-indíánahátíð í sex
daga (Powwow) í Riverton og sólardansar (3 dagar) í Fort Washakie. |