Wyoming er stjórnað í anda upprunalegu
stjórnarskránirnnar frá 1890. Æðsti embættismaður er
fylkisstjóri, sem er kosinn í almennum kosningum til 4 ára í
senn án framboðstakmarkana. Aðrir kjörnir embættismenn eru
innanríkisráðherra, fjármálaráðherra, ríkisendurskoðandi og
mennamálaráðherra. Fylkisstjórinn skipar dómsmálaráðherra
og aðra mikilvæga embættiemenn.
Þingið starfar í öldungadeild (30; 4 ár) og fulltrúadeild
(64; 2 ár). Fylkið á tvö sæti í öldungadeild og 1 sæti í
fulltrúadeild sambandsþingsins í Washington DC og ræður 3
kjörmönnum í forsetakosningum.
Lýðveldisflokkurinn hefur oftast notið mests fylgis í
fylkinu. Demókratar áttu fylkisstjóra frá miðjum áttunda
áratugnum fram á hinn tíunda. Allt frá 1952 hafa kjörmenn
fylkisins stutt frambjóðendur lýðveldisflokksins til
embættis forseta BNA. |