Casper Wyoming Bandaríkin,


CASPER
WYOMING

.

.

Utanríkisrnt.

Casper er olíu- og landbúnaðarborg í Wyoming-fylki.  Þar er mikil áherzla lögð á vinnslu og sölu afurða mikils sauðfjár- og nautaræktarhéraðs, hreinsun olíu og sölu olíuvöru.  Wyoming-háskóli er í borginni og í næsta nágrenni hennar eru vinsæl skíðasvæði.  Borgarstæðið er við ferjustað á Oregon-, Kaliforníu- og yfirlandsleiðinni.  Árið 1847 komu mormónar upp ferju og brúargerð var lokið árið 1859.  Fyrsta olíulindin var boruð 1883 og fyrsta hreinsunarstöðin var byggð árið 1895.  Vöxtur og viðgangur bæjarins hófst ekki fyrir alvöru fyrr en járnbrautin var kominn árið 1888.  Olíusvæðið Teapot Dome, norðan borgarinnar, fékk nafn sitt af miklu hneykslismáli, sem kom upp í tíð Warren G. Harding, forseta BNA.  Nafn borgarinnar er dregið af Casper-virkinu, sem var byggt á þessum slóðum 1861.  Það var nefnt eftir Caspar Collins, liðsforingja, sem var drepinn í bardaga við Sioux- og Cheyenne-indíána, sem voru reyna að stöðva landnemastrauminn.  Stafsetningarvilla skrifstofumanns olli því, hvernig nafnið er ritað.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var tæplega 47 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM