Cheyenne Wyoming Bandaríkin,


CHEYENNE
WYOMING

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Cheyenne, höfuðborg Wyoming-fylkis, er stærsta borg þess og miðstöð viðskipta, flutninga og iðnaðar í stóru nautgripa- og sauðfjárræktarhéraði.  Helztu framleiðsluvörurnar eru hreinsuð olía, efnavörur, tilbúinn áburður, eldhústæki og olíuvörur.  Skoðunarverðir staðir eru m.a. þinghúsið (hannað 1887), landstjórabústaðurinn (Nellie Taylor Ross, fyrsti kvenlandstjóri BNA bjó þar 1925-27) og Fylkissafnið og bókasafnið, sem eru í húsi hæstaréttar.  Francis E. Warren herstöð flughersins (áður Fort D.A. Russel) er í næsta nágrenni.  Hún varð aðalstöð fyrstu langdrægu atlasflugskeytanna árið 1957.

Landsvæði borgarinnar var fyrst byggt Cheyenne-indíánum.  Hvítir menn hófu þar landnám skömmu eftir að járnbrautin hafði verið lögð og ekki leið á löngu þar til bærinn fékk borgarréttindi.  Árið 1869 var hann gerður að höfuðstað héraðsins og síðar fylkisins (1890), þegar Wyoming gekk í ríkjasambandið.  Bærinn óx og dafnaði á áttunda áratugnum, þegar gullleitin hófst í Svörtuhæðum (Black Hills), og varð að einhverri stærstu dreifingarmiðstöð fyrir nautgripi frá Texas.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var 50 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM