Michigan Bandaríkin.
Flag of United States

DETROIT FLINT
GRAND RAPIDS
LANSING
WARREN
Meira

MICHIGAN (MI)
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Nafnið er komið úr indíánamáli og þýðir „stóravatn”.  Það er oft kallað „Wolverine State” (Átvaglafylkið).  Flatarmál þess er 150.715 km², sem gerið það að 23. stærsta fylki BNA.  Árið 1997 var íbúafjöldinn á 10. milljón (13% negrar).

Höfuðborgin er Lansing og aðrar borgir m.a. Detroit, Grand Rapids og Flint, sem eru allar stærri en höfuðborgin.  Michigan varð 26 fylki BNA 1837.

Iðnaður:  farartæki og varahlutir (aðallega í Detroit; mesta bílaframl. Í BNA), málmvinnsla, vélvædd verkfæri, heimilistæki (kæliskápar), húsgöng, bólstrun, pappír, málmsteypur, efnaiðnaður og matvæli.  Námugröftur.

Landbúnaður:  Maís, hveiti, hafrar, sykurreyr, kartöflur, ávextir (kirsuber), grænmeti og nautgriparækt (aðallega mjólkurkýr).

Jarðefni:  Járngrýti (í öðru sæti í BNA), gips, mór, salt, kopar, kalk og jarðolía. 
Stöðugt vaxandi og fjölbreyttari ferðaþjónusta (vatnaíþróttir, fiskveiði, skotveiði og vetraríþróttir).

Skoðunarvert
Detroit, Isle Royale þjóðgarðurinn (sjá þar).

Bay City er meðalstór hafnarborg (skipasmíði) við suðurenda hins stóra Saginawflóa í Huronvatni.  Borgin státar af fallegum götum og safni vatnanna miklu.

Charlevoix er þorp við norðurströnd Michiganvatns.  Þaðan siglir ferja til Bjóreyju.  Kjarnorikuverið Big Rock Point er 8 km norðar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM