Lansing, höfuðborg
Michigan, er setur fylkisstjórnarinnar, framleiðandi landbúnaðarafurða
og iðnaðarborg. Rannsókna-
og þróunarstarfsemi er einnig mikilvæg tekjulind sem og framleiðsla
bíla, varahluta í bíla og málmvöru.
Meðal áhugaverðra staða eru Þinghúsið (1878), Sögusafnið,
Impression 5-safnið og Lansing-listasafnið.
Borgin er setur Great Lakes biblíuháskólans (1949) og Thomas
M. Cooley-lögfræðiháskólans (1972).
Chippewa-indíánar bjuggu á svæðinu, þegar fjöldi fjölskyldna
frá Lansing í New York-fylki kom þangað eftir 1840.
Þetta fólk hafði keypt land, sem var aðeins til á pappírunum.
Margar fjölskyldur ákváðu engu að síður að ílendast og
nefndu nýju byggðina eftir slóðunum, sem þær yfirgáfu, en nafn
hennar var kennt við lögfræðinginn og stjórnmálamanninn John
Lansing. Þegar þingið í
Michigan ákvað að Lansing yrði höfuðborg fylkisins í stað
Detroit, stóð þar aðeins ein sögunarmylla og eitt bjálkahús
(1847). Járnbrautin kom árið
1863 og um miðjan níunda áratug 19. aldar luku Ransom E. Olds og
Frank G. Clark við smíði fyrstu bifreiðarinnar í Lansing.
Upp frá því gerðist iðnvæðing borgarinnar hröð.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 127 þúsund. |