Flint er iðnaðarborg
með samsetningarverksmiðjum bifreiða í suðausturhluta Michigan-fylkis.
Þar er Michigan-háskóli (1956) og General Motors-stofnunin
(1919). Hvítir landnemar fóru
að setjast að á þessum slóðum árið 1819 og sögunarmyllurnar,
sem voru byggðar, sáu fyrir efniviði í hestvagna.
Bílasamsetningin hófst, þegar William C. Durant stofnaði
General Motors fyrirtækið í Flint árið 1908.
Árin 1936 og 1937 skipulögðu verkamenn í bílaiðnaðnum
verkföll, sem leiddu til viðurkenningar aðalframleiðendanna á
tilverurétti Sameiðaða verkalýðsfélagi starfsmanna í bílaiðnaði
í BNA. Þessar aðgerðir
verkalýðsins, sem voru með hinum mikilvægustu á öldinni, höfðu
áhrif á afkomu þúsunda verkamanna í Detroit og öðrum borgum. Borgin er nefnd eftir ánni Flint en indíánar, sem bjuggu
á svæðinu, kölluðu hana Pawanunling (Tinnuána).
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 141 þúsund. |