Pennsylvania er eitt Mið-Atlantshafsfylkjanna.
Norðan þess eru Erie-vatn og New York, austantil eru New
York og New Jersey, sunnantil eru Delaware, Maryland og
Vestur-Virginía og vestantil eru Vestur-Virginía og Ohio.
Austurlandamærin fylgja Delaware-ánni.
Flatarmál þess er 117.363 km² (33. í stærðarröð BNA).
Íbúafjöldinn 1997 var tæpar 12 milljónir (9% negrar).
Þýzkir og hollenzkir innflytjendur settust að víða um fylkið.
Pennsylvania varð 2. fylki BNA 12. desember 1787, eitt
stofnfylkjanna. Bæði sjálfstæðisyfirlýsingin og fyrsta
stjórnarskrá BNA voru festar á blað í fylkinu. Allt frá
nýlendutímanum hefur Pennsylvania verið mikilvægt
landbúnaðarsvæði og síðar miðstöð viðskipta, iðnaðar og
námuvinnslu. Snemma á 10. áratugi 20. aldar var fylkið í
fremstu röð í iðnaði og námuvinnslu. James Buchanan forseti fæddist þar. Karl II
Englandskonungur er líklega höfundur nafns fylkisins. Hann
notaði eftirnafn William Penn, flotaforingja, sem hann setti
yfir nýlenduna 1681, og latneska orðið sylva (skógur).
Fylkið er oft
kallað Keystone State (Lokusteinsfylkið).
Aðalborgir fylkisins eru: Fíladelfía, Pittsburgh, Erie,
Allentown og Scranton. |