Pennsylvania meira Bandaríkin,

ÍBÚARNIR LAND og NÁTTÚRA SAGAN STJÓRNSÝSLA

PENNSYLVANIA
MEIRA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Höfuðborgin er  Harrisburg og aðrar borgir eru m.a. Fíladelfía og Pittsburg, sem eru verulega stærri en höfuðborgin.

Iðnaður:  Járn- og stálver (einkum við Pittsburg og Bethlehem), olíuhreinsun, vélasmíði, VW-verksmiðja í New Stanton, vefnaður, matvæli, pappír og tóbak.

Talsverð námuvinnsla, antrasít, steinkol, jarðolía, jarðgas, járngrýti og kalk.

Landbúnaður byggist aðallega á grænmeti, ávöxtum, búfjárrækt, mjólkurvörum og fuglakjöti.
Ferðaþjónustan er mikilvæg (veiðar, golf, vetraríþróttir og sögulegir vígvellir).

Allegheny Portage Railroad National Historic Site
er 16 km austan Ebensburg.  Þar eru leifar járnbrautar, sem var lögð á árunum 1831-34 milli vestur- og austurhluta Pennsylvaníuskurðarins með lyfti- og togbúnaði yfir Alleghenyfjöll.

Hopewell Village National Historic Site er 24 km suðaustan Reading.  Það er endurbyggt þorp, sem sýnir líf og aðbúnað folks, sem byygði afkomu sína á járnvinnslu (upplýsingamiðstöð).

Johnstown er meðalstór borg, þar sem 2200 manns fórust 31. maí 1889, þegar stífla brast.  Minnismerki við fyrrum stíflu.

State College er meðalstór borg í fögrum Nittanydal.  Þar er Pennsylvaníuháskóli (u.þ.b. 33.000 stútentar).

Fort Necessity National Battlefield er 18 km suðaustan Uniontown.  Þar var háð fyrsta alvarlega orrustan við indíana undir forystu G. Washingtons árið 1754 (upplýsingamiðstöð).

Fallingwater er 32 km austan Uniontown við Hill Run.  Frægt hús Franks Lloyd Wrights (1936) stendur ofan fossins.

Washington Crossing State Park er 32 km norðan Fíladelfíu.  Þar fór Washington yfir Delaware jólanóttina 1776 með 2400 hermenn og náði að leggja Trenton undir sig.

York er meðalstór borg, þar sem meginlandsráðstefnan var haldin 1777.  Falleg hús frá 18. öld.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM