Pennsylvania er eitt fjögurra fylkja BNA, sem eru
opinberlega kölluð sambandsfylki. Því er stjórnað í anda
stjórnarskrárinnar frá 1873 (breytt 1967-68). Æðsti embættismaðurinn
er fylkisstjóri, sem er kosinn í almennum kosningum til 4 ára í senn
og má aðeins þjóna í tvö samfelld kjörtímabil. Aðrir kjörnir
embættismenn eru varafylkisstjóri, dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra
og ríkisendurskoðandi. Fylkisstjórinn skipar innanríkisráðherra,
formann herráðsins og fleiri embættismenn.
Þingið starfar í öldungadeild (50; 4 ár) og fulltrúadeild (203; 2 ár).
Fylkið á 2 sæti í öldungadeild og 21 sæti í fulltrúadeild
sambandsþingsins í Washington DC og ræður 23 kjörmönnum í
forsetakosningum.
Þrátt fyrir langa valdahefð lýðveldissinna, varð Pennsylvanía eina
stóra iðnfylkið til að styðja Herbert Hoover gegn Franklin D.
Roosevelt í forsetakosningunum 1932. Á fjórða áratugnum urðu
Fíladelfía og Pittburgh aðalvígi demókrata í fylkinu. Þeir náðu
smáforskoti í kosningunum snemma á tíunda áratugnum í þessum borgum en
lýðveldisflokkurinn hélt velli víðast annars staðar í fylkinu. |