Pennsylvania íbúarnir Bandaríkin,


ÍBÚARNIR
PENNSYLVANIA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntalinu 1990 var íbúafjöldinn 11,881.643 og hafði fjölgað um 0,1% næstliðinn áratug.  Meðalfjöldi íbúa á hvern ferkílómetra var 100.  Helztu þéttbýlissvæðin voru austur- og vesturhlutarnir.  Hvítir 88,5%, negrar 9,2% auk 29.562 kínverja, 28.396 asísk/indverskra, 26.787 Filipseyinga og 6.613 Japana.  Fólk af spænskum uppruna var u.þ.b. 232.300.  Gyðingar voru talsverðu hluti íbúanna (1,7%) og kvekarar fjölmennir.  Afkomendur þýzkra innflytjenda bjuggu aðallega í Lancaster-sýslu og víðar í austurhlutanum.  Flestir þeirra lifðu lífi amis- og mennoníta-trúarhópanna og klæddust að eigin hætti og voru bændur.

Menntun og menning.  Sænskir innflytjendur stofnuðu fyrsta skólann skömmu eftir 1640 í Tinicum og kvekarar stofnuðu fyrsta ríkisskólann í Fíladelfíu 1689.  William Penn kom skólakerfi fyrir öll börn nýlendunnar 1682 en frírri skólaskyldu var ekki komið á fyrr en 1834.  Skömmu fyrir 1990 voru grunnskólar 3.276 með tæplega 1.655.300 nemendur auk 297.600 í einkaskólum.  Þá voru æðri menntastofnanir 277 með 610.400 stúdenta.  Hinar helzt þeirra voru Pennsylvaniu-háskóli, Temple-háskóli, La Salle-háskóli (1863) og Drexel-háskóli (1891) í Fíladelfíu, Pennsylvania-ríkisháskólinn í Háskólagarðinum, Háskólinn í Pittsburgh, Carnegie-Mellon-háskóli og Duquesne-háskóli (1878) í Pittsburgh, Bucknell-háskóli (1846) í Lewisburg, Dickinson-háskóli (1773) í Carlisle, Bryn Mawr-háskóli í Bryn Mawr, Franklin- og Marshall-háskólarnir (1787) í Lancaster, Moravia-háskóli (1742) og Lehigh-háskóli í Bethlehem.  Moore-lista- og hönnunarháskólinn (1844), Listaháskólinn (1876) og Curtis tónlistarskólinn (1924), allir í Fíladelfíu, eru víðfrægir.

Fjöldi listasafna er í fylkinu, s.s. Listasafn Fíladelfíu, Rodin-safnið og Listaakademía Pennsylvania í Fíladelfíu, Carnegie listasafnið og Frick listasafnið í Pittsburgh og Brandywine River-safnið í Chadds Ford.  Önnur merk söfn eru Safn Franklin vísindaakademíunnar, Fornleifa- og mannfræðisafn háskólans, Náttúrugripastofnun Fíladelfíu (elzt í BNA) og Sögufélagssafn Pennsilvania í Fíladelfíu, Allentown listasafnið í Allentown og Mercer-safnið í Doylestown.

Áhugaverðir staðir.  Sjálfstæðis- og söguþjóðgarðurinn er vinsæll áfangastaður.  Einnig Delaware Water Gap útivistarsvæðið og Þýzka byggðin í Lancaster-sýslu.  Pennsylvania á sér merka sögu og staði og hátíðir tengdar henni.  Þar ber hæst sjálfstæðisstríð BNA.  Fíladelfía státar af Sjálfstæðishöllinni, þar sem sjálfstæðisyfirlýsing og stjórnarskrá BNA var samin og Frelsisklukkan hljómaði.  Fyrsti banki BNA (1795) og Carpenter’s-höllin voru samkomustaðir fyrsta meginlandsþingsins 1774.  Valley Forge söguþjóðgarðurinn í Valley Forge, Hergarðurinn í Gettysburg og Fort Washington söguþjóðgarðurinn í Ambler eru skoðunarverðir staðir.  Í Old Economy Village í Ambridge eru varðveitt gömul hús frá 18. og 19. öld.  Einnig er gaman að skoða Fallsington sögustaðinn og Ephrata klaustrið.

Íþróttir og afþreying.  Ekki skortir á tækifæri til útivistar og íþrótta allt árið.  Stangveiði, sund, siglingar, dýraveiðar, gönguferðir og golf eru vinsæl afþreying.  Uppi í Pocono-fjöllum og Allegheny-fjöllum í suðvesturhlutanum eru vinsæl skíðasvæði.  Nokkur íþróttalið atvinnumanna eiga heima í Fíladelfíu og Pittsburgh.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM